Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 24. júní 2025 07:45 Íranir og Ísraelar hafi skotið á hvor annan síðustu daga. AP Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. Svo virtist sem að bæði Ísraelar og Íranir hefðu fallist á vopnahlé sem Bandaríkjastjórn og Katar höfðu milligöngu um. Ísraelar gerðu árásir sem er lýst sem þeim hörðustu til þessa á Teheran, höfuðborg Írans, í nótt en allt hefur verið með kyrrum kjörum frá því klukkan fjögur í nótt að staðartíma þar. Nú í morgun sökuðu Ísraelar svo Írani um að hafa skotið eldflaugum að Ísrael. Loftvarnaflautur voru sagðar óma um norðurhluta Ísraels og sprengingar heyrðust þegar loftvarnakerfi Ísraels skaut niður eldflaugar, að sögn AP-fréttastofunnar. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segist hafa skipað ísraelska hernum að bregðast við af hörku. Nokkru seinna höfnuðu írönsk stjórnvöld að hafa rofið vopnahlé með því að skjóta eldflaugum á Ísrael. Vísir fylgist með fréttum af átökunum í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin opnast ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Svo virtist sem að bæði Ísraelar og Íranir hefðu fallist á vopnahlé sem Bandaríkjastjórn og Katar höfðu milligöngu um. Ísraelar gerðu árásir sem er lýst sem þeim hörðustu til þessa á Teheran, höfuðborg Írans, í nótt en allt hefur verið með kyrrum kjörum frá því klukkan fjögur í nótt að staðartíma þar. Nú í morgun sökuðu Ísraelar svo Írani um að hafa skotið eldflaugum að Ísrael. Loftvarnaflautur voru sagðar óma um norðurhluta Ísraels og sprengingar heyrðust þegar loftvarnakerfi Ísraels skaut niður eldflaugar, að sögn AP-fréttastofunnar. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segist hafa skipað ísraelska hernum að bregðast við af hörku. Nokkru seinna höfnuðu írönsk stjórnvöld að hafa rofið vopnahlé með því að skjóta eldflaugum á Ísrael. Vísir fylgist með fréttum af átökunum í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin opnast ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira