Aldrei séð föður sinn jafn glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 10:00 Feðgarnir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Real Sociedad og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Bestu deildar liðs KR. Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, segist aldrei hafa séð föður sinn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eins glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu. Hann telur aðeins tímaspursmál þar til allt smelli hjá KR og segir líkingar föður síns, sem borið hefur á í viðtölum, ekki nýjar af nálinni. Orri Steinn hefur fylgst náið með gengi KR það sem af er tímabili og af þeim tíma sem hann hefur varið hér heima milli tímabila á Spáni hefur hann verið í kringum KR-liðið og segir frábæra stemningu ríkja í herbúðum liðsins. „Það hefur verið geggjað að fylgjast með og sjá pabba blómstra sem þjálfari. Ég held ég hafi aldrei séð hann eins glaðan og sáttan í einu verkefni,“ segir Orri um föður sinn Óskar Hrafn, þjálfara KR, sem er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum í Vesturbænum um mitt síðasta tímabil. Klippa: Orri um föður sinn Óskar Hrafn og KR „Mjög neðarlega á listanum mínum“ KR, líkt og svo oft áður, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki það sem af er tímabili í Bestu deildinni. Þrátt fyrir að liðið sé aðeins einu stigi frá fallsæti, en með leik til góða á liðin fyrir neðan sig, þá þykir liðið hafa spilað einn skemmtilegasta fótboltann í Bestu deildinni hingað til. KR hefur skorað flest mörk í deildinni en einnig fengið á sig töluvert mikið af mörkum. Áherslan hjá Óskari Hrafni hefur verið á sóknarþunganum og frá því verður ekki vikið eins og hann sjálfur hefur oft komið inn á. „Ég myndi ekki giska á að Óskar Hrafn fari að efast um sjálfan sig,“ segir Orri Steinn. „Það er mjög neðarlega á listanum mínum. Það er enn nóg eftir af þessu móti, þeir eru enn með nokkra menn í meiðslum og það vantar smá upp á. Ég tel það bara tímaspursmál hvenær allt fer að smella saman, bæði sóknar- og varnarlega. Auðvitað búið að vera betra sóknarlega en ég held þetta komi allt því lengra sem líður á tímabilið.“ Hefur alltaf verið svona KR heimsækir Val í Bestu deildinni í kvöld í Reykjavíkurslag en á tímabilinu hefur Óskar Hrafn vakið athygli fyrir líkingar sínar í viðtölum og vísanir í sögur fyrri tíðar. Eftir jafntefli gegn Val fyrr á tímabilinu sagði hann KR liðið ekki ætla fara spila með belti, axlabönd og „áhættutryggingu frá Lloyd's í Bretlandi“ og þá vísaði hann einnig í spænska landvinningamanninn Hernán Cortés sem brenndi öll sín skip eftir að hafa siglt þeim til Mexíkó árið 1519: „Við erum búnir að brenna skipin. Það verður ekki aftur snúið.“ Þessar líkingar eru ekki nýjar af nálinni hjá Óskari, Orri sem spilaði undir stjórn föður síns fyrr á ferlinum, varð snemma var við þær. „Já hann hefur oft komið með góðar líkingar, alveg frá því við vorum í þriðja flokki að spila á Gróttuvellinum. Þar var hann í stuttu líkingunum sem voru ekki alveg jafn flóknar og þessar sem hann kemur með í dag. Hann er aðeins búinn að stíga upp í flókindunum. En hann hefur alltaf verið svona, eitthvað sem ég hef séð mjög oft hjá honum. Núna hefur þetta slegið í gegn, menn eru búnir að brenna skipin.“ Viðtalið við Orra Stein, sem tekið var í síðasta landsleikjaglugga, má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Stór hluti af lífi okkar“ Feðgarnir eru duglegir við að heyra hvor í öðrum og ræða lífið í boltanum. „Það er auðvitað búinn að vera stór hluti af lífi okkar beggja að hjálpa hvor öðrum í öllu. Hann sem þjálfari og ég sem leikmaður, við getum horft á hlutina öðruvísi frá hjá hvor öðrum. Við ræðum mikið um taktík, stöðu, hvernig ég get spilað betur og hvað hann getur lagfært. Þetta hefur verið stór hluti af lífi okkar að geta alltaf hringt í hvorn annan, einhvern innan fjölskyldunnar sem er alveg klikkaður í fótbolta. Það er eitthvað sem ég er mjög glaður að eiga, það hjálpaði mér sem ungum leikmanni og var að koma upp. Þurfti að vera duglegur að æfa og bæta mig sem leikmaður.“ Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag í Bestu deildinni í fótbolta í beinni útsendingu á Sýn Sport klukkan korter yfir sjö í kvöld. Besta deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Orri Steinn hefur fylgst náið með gengi KR það sem af er tímabili og af þeim tíma sem hann hefur varið hér heima milli tímabila á Spáni hefur hann verið í kringum KR-liðið og segir frábæra stemningu ríkja í herbúðum liðsins. „Það hefur verið geggjað að fylgjast með og sjá pabba blómstra sem þjálfari. Ég held ég hafi aldrei séð hann eins glaðan og sáttan í einu verkefni,“ segir Orri um föður sinn Óskar Hrafn, þjálfara KR, sem er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum í Vesturbænum um mitt síðasta tímabil. Klippa: Orri um föður sinn Óskar Hrafn og KR „Mjög neðarlega á listanum mínum“ KR, líkt og svo oft áður, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki það sem af er tímabili í Bestu deildinni. Þrátt fyrir að liðið sé aðeins einu stigi frá fallsæti, en með leik til góða á liðin fyrir neðan sig, þá þykir liðið hafa spilað einn skemmtilegasta fótboltann í Bestu deildinni hingað til. KR hefur skorað flest mörk í deildinni en einnig fengið á sig töluvert mikið af mörkum. Áherslan hjá Óskari Hrafni hefur verið á sóknarþunganum og frá því verður ekki vikið eins og hann sjálfur hefur oft komið inn á. „Ég myndi ekki giska á að Óskar Hrafn fari að efast um sjálfan sig,“ segir Orri Steinn. „Það er mjög neðarlega á listanum mínum. Það er enn nóg eftir af þessu móti, þeir eru enn með nokkra menn í meiðslum og það vantar smá upp á. Ég tel það bara tímaspursmál hvenær allt fer að smella saman, bæði sóknar- og varnarlega. Auðvitað búið að vera betra sóknarlega en ég held þetta komi allt því lengra sem líður á tímabilið.“ Hefur alltaf verið svona KR heimsækir Val í Bestu deildinni í kvöld í Reykjavíkurslag en á tímabilinu hefur Óskar Hrafn vakið athygli fyrir líkingar sínar í viðtölum og vísanir í sögur fyrri tíðar. Eftir jafntefli gegn Val fyrr á tímabilinu sagði hann KR liðið ekki ætla fara spila með belti, axlabönd og „áhættutryggingu frá Lloyd's í Bretlandi“ og þá vísaði hann einnig í spænska landvinningamanninn Hernán Cortés sem brenndi öll sín skip eftir að hafa siglt þeim til Mexíkó árið 1519: „Við erum búnir að brenna skipin. Það verður ekki aftur snúið.“ Þessar líkingar eru ekki nýjar af nálinni hjá Óskari, Orri sem spilaði undir stjórn föður síns fyrr á ferlinum, varð snemma var við þær. „Já hann hefur oft komið með góðar líkingar, alveg frá því við vorum í þriðja flokki að spila á Gróttuvellinum. Þar var hann í stuttu líkingunum sem voru ekki alveg jafn flóknar og þessar sem hann kemur með í dag. Hann er aðeins búinn að stíga upp í flókindunum. En hann hefur alltaf verið svona, eitthvað sem ég hef séð mjög oft hjá honum. Núna hefur þetta slegið í gegn, menn eru búnir að brenna skipin.“ Viðtalið við Orra Stein, sem tekið var í síðasta landsleikjaglugga, má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Stór hluti af lífi okkar“ Feðgarnir eru duglegir við að heyra hvor í öðrum og ræða lífið í boltanum. „Það er auðvitað búinn að vera stór hluti af lífi okkar beggja að hjálpa hvor öðrum í öllu. Hann sem þjálfari og ég sem leikmaður, við getum horft á hlutina öðruvísi frá hjá hvor öðrum. Við ræðum mikið um taktík, stöðu, hvernig ég get spilað betur og hvað hann getur lagfært. Þetta hefur verið stór hluti af lífi okkar að geta alltaf hringt í hvorn annan, einhvern innan fjölskyldunnar sem er alveg klikkaður í fótbolta. Það er eitthvað sem ég er mjög glaður að eiga, það hjálpaði mér sem ungum leikmanni og var að koma upp. Þurfti að vera duglegur að æfa og bæta mig sem leikmaður.“ Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag í Bestu deildinni í fótbolta í beinni útsendingu á Sýn Sport klukkan korter yfir sjö í kvöld.
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn