Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 21:03 Olíugeymslutankar skammt frá Teheran höfuðborg Írans urðu fyrir ísraelskum loftárásum síðastliðinn sunnudag. AP/Vahid Salemi Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran. Fram hefur komið í erlendum miðlum að sprengjuþotur af gerðinni B2 hafi verið fluttar á flugherstöð Bandaríkjanna á eynni Gvam í Kyrrahafi. Þó er tekið fram að þetta þýði ekki endilega að sprengjuárás sé yfirvofandi heldur sé verið að stilla þeim upp verði sú vegferð farin. Bandaríkjamenn einir búi yfir „byrgjabrestum“ Ísraelar og Íranir hafa skipst á árásum og gagnárásum daglega síðan Ísraelar gerðu loftárás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði í Íran aðfaranótt föstudagsins síðasta. Hundruð liggja í valnum í Íran og tugir í Ísrael. Donald Trump hefur sagst vera þeirrar skoðunar að gera þurfi kjarnorkurannsóknarstöð Írana í bænum Fordó óvirka. Sú stöð er grafin djúpt í fjalli í Íran og er talin sú næststærsta í landinu. Til að granda henni þurfa Bandaríkjamenn að varpa á hana sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massive Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordó er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja gefa Írönum tækifæri á að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. Tveir nafnlausir ísraelskir embættismenn sem ræddu við fréttaveituna Reuters segja Ísraela ekki munu bíða í þær tvær vikur sem Bandaríkjaforseti hefur sett Írönum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ísrael Katz varnamálaráðherra og Ejal Samír yfirhershöfðingi áttu spennuþrungið símtal með Bandaríkjaforseta á fimmtudaginn síðasta þar sem ráðherrarnir tjáðu Trump þetta. Fram hafi komið að Ísraelar óttist að tímaramminn sem þeir hafa til að koma höggi á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordó sé takmarkaður. Bandaríkin eru eina landið sem búa yfir fyrrnefndum byrgjabrestum. Varaforsetinn hafi andmælt Ísraelum Heimildir Reuters í Washington staðfesta að Ísraelar hafi tjáð Trump að þeim þyki tímaramminn of langur og að þörf sé á tafarlausum aðgerðum. Heimildarmaðurinn segir þó ekki hvort honum hafi verið tjáð það í þessu tiltekna símtali sem ísraelsku heimildamennirnir áttu þátt í. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna mun hafa andmælt Ísraelsmönnunum á meðan símtalinu stóð. Hann mun hafa sagt Bandaríkin ekki munu taka beinan þátt í átökunum og vændi Ísraelsmenn um að draga Bandaríkin í stríð. Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna var einnig viðstaddur símtalið. Netanjahú forsætisráðherra hefur ekki útilokað það að Ísraelsmenn geri atlögu að kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordó einir síns liðs. Heimildir Reuters segja sílíklegra að Ísraelsmenn ráðist einir síns liðs á kjarnorkurannsóknarstöðina. Ísraelar segjast hafa yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmörk eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Engan tíma að missa Einn heimildarmaður Reuters hermir að Ísraelar telji sig engan tíma mega missa. „Ég sé ekki fram á að þeir bíði mikið lengur,“ er haft eftir honum. Sjá einnig: Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Það er ekki ljóst hvort slík aðgerð fæli í sér sprengjuvarp, árás fótgönguliða eða bæði í senn. Heimildir Reuters herma að Ísraelar gætu gert tilraun til að gera slíkt tjón á stöðinni að hún verði gagnslaus til skemmri tíma í stað þess að granda henni algjörlega. „Það gæti þýtt að einblínt verði á að eyðileggja það sem inni í stöðinni er fremur en stöðina sjálfa, segir einn heimilidarmannanna, án þess að skýra það frekar,“ segir í fréttaflutningi Reuters. Ísrael Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Fram hefur komið í erlendum miðlum að sprengjuþotur af gerðinni B2 hafi verið fluttar á flugherstöð Bandaríkjanna á eynni Gvam í Kyrrahafi. Þó er tekið fram að þetta þýði ekki endilega að sprengjuárás sé yfirvofandi heldur sé verið að stilla þeim upp verði sú vegferð farin. Bandaríkjamenn einir búi yfir „byrgjabrestum“ Ísraelar og Íranir hafa skipst á árásum og gagnárásum daglega síðan Ísraelar gerðu loftárás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði í Íran aðfaranótt föstudagsins síðasta. Hundruð liggja í valnum í Íran og tugir í Ísrael. Donald Trump hefur sagst vera þeirrar skoðunar að gera þurfi kjarnorkurannsóknarstöð Írana í bænum Fordó óvirka. Sú stöð er grafin djúpt í fjalli í Íran og er talin sú næststærsta í landinu. Til að granda henni þurfa Bandaríkjamenn að varpa á hana sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massive Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordó er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja gefa Írönum tækifæri á að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. Tveir nafnlausir ísraelskir embættismenn sem ræddu við fréttaveituna Reuters segja Ísraela ekki munu bíða í þær tvær vikur sem Bandaríkjaforseti hefur sett Írönum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ísrael Katz varnamálaráðherra og Ejal Samír yfirhershöfðingi áttu spennuþrungið símtal með Bandaríkjaforseta á fimmtudaginn síðasta þar sem ráðherrarnir tjáðu Trump þetta. Fram hafi komið að Ísraelar óttist að tímaramminn sem þeir hafa til að koma höggi á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordó sé takmarkaður. Bandaríkin eru eina landið sem búa yfir fyrrnefndum byrgjabrestum. Varaforsetinn hafi andmælt Ísraelum Heimildir Reuters í Washington staðfesta að Ísraelar hafi tjáð Trump að þeim þyki tímaramminn of langur og að þörf sé á tafarlausum aðgerðum. Heimildarmaðurinn segir þó ekki hvort honum hafi verið tjáð það í þessu tiltekna símtali sem ísraelsku heimildamennirnir áttu þátt í. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna mun hafa andmælt Ísraelsmönnunum á meðan símtalinu stóð. Hann mun hafa sagt Bandaríkin ekki munu taka beinan þátt í átökunum og vændi Ísraelsmenn um að draga Bandaríkin í stríð. Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna var einnig viðstaddur símtalið. Netanjahú forsætisráðherra hefur ekki útilokað það að Ísraelsmenn geri atlögu að kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordó einir síns liðs. Heimildir Reuters segja sílíklegra að Ísraelsmenn ráðist einir síns liðs á kjarnorkurannsóknarstöðina. Ísraelar segjast hafa yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmörk eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Engan tíma að missa Einn heimildarmaður Reuters hermir að Ísraelar telji sig engan tíma mega missa. „Ég sé ekki fram á að þeir bíði mikið lengur,“ er haft eftir honum. Sjá einnig: Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Það er ekki ljóst hvort slík aðgerð fæli í sér sprengjuvarp, árás fótgönguliða eða bæði í senn. Heimildir Reuters herma að Ísraelar gætu gert tilraun til að gera slíkt tjón á stöðinni að hún verði gagnslaus til skemmri tíma í stað þess að granda henni algjörlega. „Það gæti þýtt að einblínt verði á að eyðileggja það sem inni í stöðinni er fremur en stöðina sjálfa, segir einn heimilidarmannanna, án þess að skýra það frekar,“ segir í fréttaflutningi Reuters.
Ísrael Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira