Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 10:28 Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna mála í Danmörku, var ekki hlátur í huga þegar hún sá auiglýsingaherferð Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar. Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira