Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 17:30 Valur er með þrautreyndar landsliðskonur í sínum röðum en ekkert hefur gengið upp hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar. vísir/Jón Gautur „Það er bara eitthvað andlegt þrot í gangi þarna,“ sagði Mist Edvardsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, um skelfilega stöðu Valsliðsins sem var til umræðu í nýjasta þætti Bestu markanna. Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Eftir mikla velmegun síðastliðinn áratug eru Valskonur núna í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með aðeins níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum frá fallsæti en heilum þrettán frá toppliðunum Breiðabliki, FH og Þrótti. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við Valsliðinu í vetur og þrátt fyrir að vera komnir með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins er gengið í Bestu deildinni svo afleitt að staða þeirra hlýtur í það minnsta að vera til skoðunar, að mati sérfræðinga Bestu markanna. Umræðuna um Val má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andlegt þrot Valskvenna Valur tapaði 2-1 á heimavelli gegn nýliðum Fram á sunnudaginn og þarf að vinna spútniklið FH á laugardaginn til þess að þurfa ekki að sitja í fallhluta deildarinnar allt EM-hléið, fram til 24. júlí. „Þær voru bara fínar í fyrri hálfleik, ekkert frábærar, en með yfirhöndina. Þær enduðu fyrri hálfleikinn sterkt. Fanndís með skot í stöng og svo áttu þær klárlega að fá víti. Eftir fyrri hálfleikinn var maður með þá tilfinningu að þær væru að fara að sigla þessu heim. Svo byrja þær seinni hálfleikinn illa og það er eins og þær brotni gjörsamlega andlega. Þær spila ítrekað frá sér í dauðafæri, sjálfar, og maður sér vonleysið í þeim öllum,“ sagði Mist. „Ótrúlega skrýtið að horfa á þetta“ Þess ber að geta að þó að Valur hafi látið sterka leikmenn fara í Katie Cousins og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur þá eru til að mynda í liðinu tvær sem fara á EM í sumar, þær Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir, og svo Fanndís Friðriksdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem voru afar nálægt því. „Þær eru í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn, bara í að spila sig út. Þær finna engar lausnir. Engin svör. Sendingafeilar… Það er ótrúlegt að horfa á þetta,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem er vön því að keppa um titla við Val með Breiðabliki. „Það er ótrúlega skrýtið að horfa á þetta. Liðið er í sjöunda sæti. Þetta er andlegt þrot, og eflaust líkamlegt líka. Þetta er mjög áhugavert. Þær eru að fá nýliða á sinn heimavöll. Það er ekkert auðvelt að mæta á Hlíðarenda,“ sagði Ásta og Mist greip inn í: „Valur er með tíu mörk skoruð! Næstminnst af öllum liðum!“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira