„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 15:21 Donald Trump Bandaríkjaforstei um borð í Air Force 1 í gær. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. „Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
„Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira