Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2025 09:01 Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans ræddu um þjálfarastarfið hjá Skagamönnum og veltu því fyrir sér hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson taki mögulega við. Getty/Alex Nicodim/Sýn Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni ræddu stóru fréttirnar frá Akranesi í nýjast þætti sínum um Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA lét Jón Þór Hauksson fara eftir tapleik á móti nýliðunum en þetta var áttunda tap liðsins í ellefu leikjum. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið rétt í stöðunni eða ekki. Þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni heldur hafa þeir verið að tapa leikjum illa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Guðmundur benti þá að í 4-1 tapinu á móti Aftureldingu þá hafi leikurinn opnast undir lokin með þessari niðurstöðu. Klippa: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt“ „Þegar Afturelding skorar sitt annað mark þá er Skaginn nýbúinn að fá tvö mjög góð færi,“ sagði Lárus Orri. „Gísli fékk tækifæri til að koma þeim í 2-1 og það hefði gefið þeim rosalega mikið,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Þeir sýndu lista með þriggja marka töpum Skagamanna í sumar. Þetta eru nokkur stór og slæm töp „Þetta eru nokkur stór og slæm töp. Það sem við höfum verið að sjá í þessum leik og líka fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Þeir hálfpartinn gefast upp og maður sér það að það er áþreifanlegt á liðinu að trúin hverfur,“ sagði Lárus. „Auðvitað fer sjálfstraustið þegar það gengur illa hjá liðum en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ sagði Lárus. Skagaliðið er búið að fá á sig 28 mörk í 11 leikjum en liðið fékk á sig 31 mark í 22 fyrstu leikjunum í fyrra. Það væri áhugavert „Það á ekki að hafa komið neinum á óvart að það hafi verið farið í breytingar. Þetta verður erfitt fyrir Skagamenn en ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt,“ sagði Lárus. „Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Það eru háværar raddir um að það sé að fara að gerast,“ sagði Guðmundur. „Jóhannes Karl er að þjálfa AB í Danmörku. Það væri áhugavert,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á viðbrögðin við spurningum Gumma Ben og alla umræðuna um þjálfaraskipti Skagamanna hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
ÍA lét Jón Þór Hauksson fara eftir tapleik á móti nýliðunum en þetta var áttunda tap liðsins í ellefu leikjum. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið rétt í stöðunni eða ekki. Þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni heldur hafa þeir verið að tapa leikjum illa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Guðmundur benti þá að í 4-1 tapinu á móti Aftureldingu þá hafi leikurinn opnast undir lokin með þessari niðurstöðu. Klippa: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt“ „Þegar Afturelding skorar sitt annað mark þá er Skaginn nýbúinn að fá tvö mjög góð færi,“ sagði Lárus Orri. „Gísli fékk tækifæri til að koma þeim í 2-1 og það hefði gefið þeim rosalega mikið,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Þeir sýndu lista með þriggja marka töpum Skagamanna í sumar. Þetta eru nokkur stór og slæm töp „Þetta eru nokkur stór og slæm töp. Það sem við höfum verið að sjá í þessum leik og líka fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Þeir hálfpartinn gefast upp og maður sér það að það er áþreifanlegt á liðinu að trúin hverfur,“ sagði Lárus. „Auðvitað fer sjálfstraustið þegar það gengur illa hjá liðum en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ sagði Lárus. Skagaliðið er búið að fá á sig 28 mörk í 11 leikjum en liðið fékk á sig 31 mark í 22 fyrstu leikjunum í fyrra. Það væri áhugavert „Það á ekki að hafa komið neinum á óvart að það hafi verið farið í breytingar. Þetta verður erfitt fyrir Skagamenn en ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt,“ sagði Lárus. „Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Það eru háværar raddir um að það sé að fara að gerast,“ sagði Guðmundur. „Jóhannes Karl er að þjálfa AB í Danmörku. Það væri áhugavert,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á viðbrögðin við spurningum Gumma Ben og alla umræðuna um þjálfaraskipti Skagamanna hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira