Neyddur í legghlífar í Garðabæ en losaði sig strax við þær Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 15:03 Þorri tróð legghlífum rétt inn undir sokkana til að mega koma inn á völlinn en var fljótur að losa sig við þær. Skjáskot/Stöð 2 Sport Stjörnumaðurinn Þorri Mar Þórisson var skikkaður til þess að klæða sig í legghlífar þegar hann kom inn á gegn Val, í Bestu deildinni í fótbolta á laugardag, en losaði sig svo við þær um leið og búið var að flauta leikinn aftur á. Þetta mátti sjá í beinni útsendingu frá leiknum á Sýn Sport um helgina, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þorri Mar og legghlífarnar Það er enn skýrt í Knattspyrnulögunum frá IFAB að legghlífar séu hluti af skyldubúnaði leikmanna. Þær skuli gerðar úr hentugu efni og vera nógu stórar til að veita hæfilega vernd en vera huldar algjörlega með sokkunum. Í reglunum segir jafnframt að leikmenn beri sjálfir ábyrgð á stærð og gæðum legghlífa sinna. Klippir pappaglös og notar í stað legghlífa Ljóst er að fótboltamenn víða um heim eru óánægðir með þessa reglu og þörfin fyrir hana sjálfsagt ekki eins aðkallandi og þegar hún var tekin í gildi, enda taka dómarar harðar á grófum tæklingum nú. Legghlífar hafa af þessum sökum orðið sífellt minni. Sjálfur vill Þorri helst ekki nota legghlífar en fjórði dómari vildi ekki sleppa honum við það á laugardagskvöld, þegar Þorri kom óvænt inn á vegna meiðsla Kjartans Más Kjartanssonar. „Ég klippi alltaf pappaglös og nota sem legghlífar en hann bannaði mér að fara inná þannig og sagði mér að sækja alvöru legghlífar,“ sagði Þorri sem fékk þá legghlífar lánaðar, tróð þeim inn á sokkana en henti þeim svo strax út fyrir hliðarlínu. „Ég fékk svo gefins G Form legghlífar eftir þetta þannig að það var bara flott,“ sagði Þorri léttur í samtali við Vísi. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Þetta mátti sjá í beinni útsendingu frá leiknum á Sýn Sport um helgina, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þorri Mar og legghlífarnar Það er enn skýrt í Knattspyrnulögunum frá IFAB að legghlífar séu hluti af skyldubúnaði leikmanna. Þær skuli gerðar úr hentugu efni og vera nógu stórar til að veita hæfilega vernd en vera huldar algjörlega með sokkunum. Í reglunum segir jafnframt að leikmenn beri sjálfir ábyrgð á stærð og gæðum legghlífa sinna. Klippir pappaglös og notar í stað legghlífa Ljóst er að fótboltamenn víða um heim eru óánægðir með þessa reglu og þörfin fyrir hana sjálfsagt ekki eins aðkallandi og þegar hún var tekin í gildi, enda taka dómarar harðar á grófum tæklingum nú. Legghlífar hafa af þessum sökum orðið sífellt minni. Sjálfur vill Þorri helst ekki nota legghlífar en fjórði dómari vildi ekki sleppa honum við það á laugardagskvöld, þegar Þorri kom óvænt inn á vegna meiðsla Kjartans Más Kjartanssonar. „Ég klippi alltaf pappaglös og nota sem legghlífar en hann bannaði mér að fara inná þannig og sagði mér að sækja alvöru legghlífar,“ sagði Þorri sem fékk þá legghlífar lánaðar, tróð þeim inn á sokkana en henti þeim svo strax út fyrir hliðarlínu. „Ég fékk svo gefins G Form legghlífar eftir þetta þannig að það var bara flott,“ sagði Þorri léttur í samtali við Vísi.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira