Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráðlagt að rýma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 10:04 Olíubirgðastöð i Tehran í ljósum logum eftir loftárás í nótt. AP Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um nýjustu vendingar hverju sinni, en þar segir að íranski ríkismiðillinn gefi mjög takmarkaðar upplýsingar um árásir Ísraela á Íran. Í fréttatíma sem sendur var út í morgun á ríkismiðlinum er gerð ítarleg grein fyrir árásum Írana á Ísrael og umfangi þeirra. Stuttlega er minnst á árásir Ísraela og ekkert er minnst á mannfall. Fjölmiðlafrelsi í Íran er takmarkað og því erfitt að nálgast upplýsingar um yfirstandandi atburði. Blaðamenn BBC fá ekki inngöngu inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Trump segir einfalt að ná sáttum Olíumálaráðuneyti Tehran hefur gefið þær upplýsingar að olíubirgðastöð í borginni hafi orðið fyrir loftárásum Ísraela. Miklir eldar kviknuðu þegar árásin var gerð. Þá gefur embættismaður BBC þær upplýsingar að ráðist hafi verið að varnarmálaráðuneyti Íran. Ekki sé vitað til þess að nokkurn hafi sakað og óljóst er hve mikil eyðilegging varð. Ísraelsher hefur varað Írani sem búa í grennd við herstöðvar eða vopnageymslur að rýma heimili sín. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael gerði lítið úr árásum næturinnar og boðaði margfalt umfangsmeiri árásir á næstu dögum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti beðið Írani um að halda sér á mottunni gagnvart Bandaríkjunum. „Ef við verðum fyrir einhvers konar árásum frá Írönum mun Bandaríkjaher svara með slíkum hætti sem enginn hefur séð áður,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðilinn sinn, Truth Social. „Það er aftur á móti einfalt mál að ná sáttum milli Ísrael og Íran og binda enda á þessi blóðugu átök,“ bætti hann við en gaf engar frekari skýringar á hvað fælist í slíkum sáttum. Íran Ísrael Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um nýjustu vendingar hverju sinni, en þar segir að íranski ríkismiðillinn gefi mjög takmarkaðar upplýsingar um árásir Ísraela á Íran. Í fréttatíma sem sendur var út í morgun á ríkismiðlinum er gerð ítarleg grein fyrir árásum Írana á Ísrael og umfangi þeirra. Stuttlega er minnst á árásir Ísraela og ekkert er minnst á mannfall. Fjölmiðlafrelsi í Íran er takmarkað og því erfitt að nálgast upplýsingar um yfirstandandi atburði. Blaðamenn BBC fá ekki inngöngu inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Trump segir einfalt að ná sáttum Olíumálaráðuneyti Tehran hefur gefið þær upplýsingar að olíubirgðastöð í borginni hafi orðið fyrir loftárásum Ísraela. Miklir eldar kviknuðu þegar árásin var gerð. Þá gefur embættismaður BBC þær upplýsingar að ráðist hafi verið að varnarmálaráðuneyti Íran. Ekki sé vitað til þess að nokkurn hafi sakað og óljóst er hve mikil eyðilegging varð. Ísraelsher hefur varað Írani sem búa í grennd við herstöðvar eða vopnageymslur að rýma heimili sín. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael gerði lítið úr árásum næturinnar og boðaði margfalt umfangsmeiri árásir á næstu dögum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti beðið Írani um að halda sér á mottunni gagnvart Bandaríkjunum. „Ef við verðum fyrir einhvers konar árásum frá Írönum mun Bandaríkjaher svara með slíkum hætti sem enginn hefur séð áður,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðilinn sinn, Truth Social. „Það er aftur á móti einfalt mál að ná sáttum milli Ísrael og Íran og binda enda á þessi blóðugu átök,“ bætti hann við en gaf engar frekari skýringar á hvað fælist í slíkum sáttum.
Íran Ísrael Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira