Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráðlagt að rýma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 10:04 Olíubirgðastöð i Tehran í ljósum logum eftir loftárás í nótt. AP Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um nýjustu vendingar hverju sinni, en þar segir að íranski ríkismiðillinn gefi mjög takmarkaðar upplýsingar um árásir Ísraela á Íran. Í fréttatíma sem sendur var út í morgun á ríkismiðlinum er gerð ítarleg grein fyrir árásum Írana á Ísrael og umfangi þeirra. Stuttlega er minnst á árásir Ísraela og ekkert er minnst á mannfall. Fjölmiðlafrelsi í Íran er takmarkað og því erfitt að nálgast upplýsingar um yfirstandandi atburði. Blaðamenn BBC fá ekki inngöngu inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Trump segir einfalt að ná sáttum Olíumálaráðuneyti Tehran hefur gefið þær upplýsingar að olíubirgðastöð í borginni hafi orðið fyrir loftárásum Ísraela. Miklir eldar kviknuðu þegar árásin var gerð. Þá gefur embættismaður BBC þær upplýsingar að ráðist hafi verið að varnarmálaráðuneyti Íran. Ekki sé vitað til þess að nokkurn hafi sakað og óljóst er hve mikil eyðilegging varð. Ísraelsher hefur varað Írani sem búa í grennd við herstöðvar eða vopnageymslur að rýma heimili sín. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael gerði lítið úr árásum næturinnar og boðaði margfalt umfangsmeiri árásir á næstu dögum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti beðið Írani um að halda sér á mottunni gagnvart Bandaríkjunum. „Ef við verðum fyrir einhvers konar árásum frá Írönum mun Bandaríkjaher svara með slíkum hætti sem enginn hefur séð áður,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðilinn sinn, Truth Social. „Það er aftur á móti einfalt mál að ná sáttum milli Ísrael og Íran og binda enda á þessi blóðugu átök,“ bætti hann við en gaf engar frekari skýringar á hvað fælist í slíkum sáttum. Íran Ísrael Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um nýjustu vendingar hverju sinni, en þar segir að íranski ríkismiðillinn gefi mjög takmarkaðar upplýsingar um árásir Ísraela á Íran. Í fréttatíma sem sendur var út í morgun á ríkismiðlinum er gerð ítarleg grein fyrir árásum Írana á Ísrael og umfangi þeirra. Stuttlega er minnst á árásir Ísraela og ekkert er minnst á mannfall. Fjölmiðlafrelsi í Íran er takmarkað og því erfitt að nálgast upplýsingar um yfirstandandi atburði. Blaðamenn BBC fá ekki inngöngu inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Trump segir einfalt að ná sáttum Olíumálaráðuneyti Tehran hefur gefið þær upplýsingar að olíubirgðastöð í borginni hafi orðið fyrir loftárásum Ísraela. Miklir eldar kviknuðu þegar árásin var gerð. Þá gefur embættismaður BBC þær upplýsingar að ráðist hafi verið að varnarmálaráðuneyti Íran. Ekki sé vitað til þess að nokkurn hafi sakað og óljóst er hve mikil eyðilegging varð. Ísraelsher hefur varað Írani sem búa í grennd við herstöðvar eða vopnageymslur að rýma heimili sín. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael gerði lítið úr árásum næturinnar og boðaði margfalt umfangsmeiri árásir á næstu dögum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti beðið Írani um að halda sér á mottunni gagnvart Bandaríkjunum. „Ef við verðum fyrir einhvers konar árásum frá Írönum mun Bandaríkjaher svara með slíkum hætti sem enginn hefur séð áður,“ skrifaði hann í færslu á samfélagsmiðilinn sinn, Truth Social. „Það er aftur á móti einfalt mál að ná sáttum milli Ísrael og Íran og binda enda á þessi blóðugu átök,“ bætti hann við en gaf engar frekari skýringar á hvað fælist í slíkum sáttum.
Íran Ísrael Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira