Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2025 10:02 Patrick Pedersen nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar upp á 131 mark í efstu deild. Vísir/Samsett mynd Það er ekki bara á æfingum þar sem að Valsarinn Patrick Pedersen hefur skorað mörkin. Í efstu deild eru mörk hans orðin alls 127 talsins. Pedersen hefur verið í fanta formi það sem af er tímabili í Bestu deildinni og nálgast markamet efstu deildar óðfluga. Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk. Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk.
Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira