Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 09:09 Erlingur Erlingsson ræddi umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í Bítinu í morgun. Vísir/Samsett Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur. Íran Ísrael Bítið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur.
Íran Ísrael Bítið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira