Ísraelar gera árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 00:44 Árásir voru meðal annars gerðar í Tehran, höfuðborg Íran. AP/Vahid Salemi Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð
Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira