Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:49 Agla María Albertsdóttir skoraði eitt marka Blika í kvöld. Liðið er nú komið í undanúrslit líkt og FH, ÍBV og Valur. vísir/Ernir Breiðablik varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með sigri í sögulegum grannaslag við HK á Kópavogsvelli, 5-1. Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki