Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:49 Agla María Albertsdóttir skoraði eitt marka Blika í kvöld. Liðið er nú komið í undanúrslit líkt og FH, ÍBV og Valur. vísir/Ernir Breiðablik varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með sigri í sögulegum grannaslag við HK á Kópavogsvelli, 5-1. Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira