Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 18:02 Hásteinsvöllur hefur alltaf verið lagður grasi, eins og á þessari mynd, en núna er komið gervigras sem á vantar gúmmíkurl. ÍBV Eyjamenn neyðast til að spila heimaleiki sína áfram á Þórsvelli um sinn þó að búið sé að leggja gervigras á Hásteinsvöll, því beðið er eftir sendingu af gúmmíkurli á nýja völlinn. Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki