Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2025 10:32 Flugmóðurskipið Shandong undan ströndm Taívan á mánudaginn. AP/Varnarmálaráðuneyti Taívan Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína. Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína.
Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira