Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 09:07 Fólk virðir fyrir sér brak úr farþegaþotu Air India sem hrapaði í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðvestanverðu Indlandi í dag. AP/Ajit Solanki Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. För Boeing 787-8 Dreamliner-vélar Air India var heitið til Gatwick-flugvallar í London á Englandi samkvæmt frétt indverska fréttavefsins India Today. Vélin tók á loft klukkan 13:38 að staðartíma og brotlenti fimm mínútum síðar. Flugmaður er sagður hafa sent neyðarkall til flugumferðarstjórnar rétt fyrir slysið en eftir það náðist ekki samband við vélina. Hún var þá í rúmlega 600 feta hæð. Á myndböndum frá vettvangi sést þykkur svartur reykur yfir slysstað. Engar staðfestar fréttir hafa enn borist af mannskaða en ljóst er að fjöldi fólks hefur farist. Þotan hrapaði í Meghani-íbúðahverfinu við flugvöllinn að sögn flugmálayfirvalda en um fimm milljónir manna búa í Ahmedabad. Af myndum af vettvangi að dæma virðist þotan hafa lent á byggingum. ANI-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að vélin hafi lent á gistiheimili fyrir lækna. Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðanverðu Indlandi.AP/Ajit Solanki Um borð voru 230 farþegar og tólf manna áhöfn. Flugfélagið hefur nú staðfest að af þeim hafi 169 verið Indverjar, 53 breskir ríkisborgarar, sjö portúgalskir og einn kanadískur. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir aðstæður á vettvangi sláandi. Viðbragðsaðilar keppist við að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og bera lík af slysstað. Sjúkrabílar séu út um allt og vegum hafi verið lokað. Enn er unnið að því að slökkva elda sem kviknuðu. LIVE VIDEOFlight AI171, operating Ahmedabad-London Gatwick, was involved in an incident today#Ahmedabadplanecrash #london #planecrash #Ahmedabad #AirIndia pic.twitter.com/XFKVYVPf5k— Vijaykumar Desai (@KumarVijayDesai) June 12, 2025 Flugvellinum var lokað eftir slysið og öllum flugferðum þaðan og þangað frestað. Flugfélagið hefur komið á fót neyðarlínu fyrir aðstandendur farþega. Veðuraðstæður eru sagðar hafa verið góðar þegar slysið varð. Þetta er í fyrsta skipti sem Boeing-þota af þessari gerð hrapar á þennan hátt. Bandaríska fyrirtækið hefur átt í vök að verjast undanfarin ár vegna mannskæðra slysa með 737 Max-farþegaþotur þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
För Boeing 787-8 Dreamliner-vélar Air India var heitið til Gatwick-flugvallar í London á Englandi samkvæmt frétt indverska fréttavefsins India Today. Vélin tók á loft klukkan 13:38 að staðartíma og brotlenti fimm mínútum síðar. Flugmaður er sagður hafa sent neyðarkall til flugumferðarstjórnar rétt fyrir slysið en eftir það náðist ekki samband við vélina. Hún var þá í rúmlega 600 feta hæð. Á myndböndum frá vettvangi sést þykkur svartur reykur yfir slysstað. Engar staðfestar fréttir hafa enn borist af mannskaða en ljóst er að fjöldi fólks hefur farist. Þotan hrapaði í Meghani-íbúðahverfinu við flugvöllinn að sögn flugmálayfirvalda en um fimm milljónir manna búa í Ahmedabad. Af myndum af vettvangi að dæma virðist þotan hafa lent á byggingum. ANI-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að vélin hafi lent á gistiheimili fyrir lækna. Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðanverðu Indlandi.AP/Ajit Solanki Um borð voru 230 farþegar og tólf manna áhöfn. Flugfélagið hefur nú staðfest að af þeim hafi 169 verið Indverjar, 53 breskir ríkisborgarar, sjö portúgalskir og einn kanadískur. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir aðstæður á vettvangi sláandi. Viðbragðsaðilar keppist við að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og bera lík af slysstað. Sjúkrabílar séu út um allt og vegum hafi verið lokað. Enn er unnið að því að slökkva elda sem kviknuðu. LIVE VIDEOFlight AI171, operating Ahmedabad-London Gatwick, was involved in an incident today#Ahmedabadplanecrash #london #planecrash #Ahmedabad #AirIndia pic.twitter.com/XFKVYVPf5k— Vijaykumar Desai (@KumarVijayDesai) June 12, 2025 Flugvellinum var lokað eftir slysið og öllum flugferðum þaðan og þangað frestað. Flugfélagið hefur komið á fót neyðarlínu fyrir aðstandendur farþega. Veðuraðstæður eru sagðar hafa verið góðar þegar slysið varð. Þetta er í fyrsta skipti sem Boeing-þota af þessari gerð hrapar á þennan hátt. Bandaríska fyrirtækið hefur átt í vök að verjast undanfarin ár vegna mannskæðra slysa með 737 Max-farþegaþotur þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira