Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 07:31 Oumar Diouck varð fyrir aðkasti stuðningsmanna Þróttar eftir leik í Laugardalnum í fyrrakvöld. Facebook/@umfnknattspyrna Knattspyrnudeildir Þróttar og Njarðvíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þeirra orðaskipta sem urðu á milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur í fyrrakvöld, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Lengjudeild karla. Ekki liggur fyrir hvaða orð féllu en af viðtali við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, mátti ætla að um kynþáttaníð hefði verið að ræða. „Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net. Nánari eftirgrennslan miðilsins í gær leiddi þó í ljós að ekki hefði verið um rasísk ummæli að ræða. Ljót orð hefðu hins vegar verið kölluð að Oumar Diouck, þeldökkum leikmanni Njarðvíkur, og hann kallaður „glæpamaður“. Þróttarar voru ósáttir við framferði Diouck í leiknum og töldu hann hafa veitt Baldri Hannesi Stefánssyni, fyrirliða Þróttar, högg í punginn og sloppið við að fá spjald. Standa gegn hvers kyns fordómum Gunnar Heiðar sagði við Vísi í gær að um leiðindamál væri að ræða en forráðamenn Þróttar vildu lítið ræða málið og vísuðu í væntanlega yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar harma félögin þau orðaskipti sem urðu eftir leik og biðst knattspyrnudeild Þróttar velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngum hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verði úr því. Þá árétta félögin að þau standi sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Þróttar og Njarðvíkur Eftir leik félaga okkar í Lengjudeildinni þann 9. júní 2025 kom til orðaskipta í leikmannagöngunum milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur. Félögin harma þessi orðaskipti og telja þau bæði óþörf og ósæmileg. Knattspyrnudeild Þróttar biðst velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngunum eftir leik hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verður úr því af hálfu félagsins. Vegna umræðu í kjölfar atviksins vilja félögin árétta að þau standa sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Félögin leggja ríka áherslu á virðingu, jafnrétti og mannréttindi sem ófrávíkjanleg gildi í allri starfsemi. Félögin hafna afdráttarlaust allri hegðun sem byggir á neikvæðum staðalímyndum eða stuðlar að ójöfnuði, hvort sem það snýr að uppruna, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, fötlun eða öðrum þáttum. Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaða orð féllu en af viðtali við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, mátti ætla að um kynþáttaníð hefði verið að ræða. „Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net. Nánari eftirgrennslan miðilsins í gær leiddi þó í ljós að ekki hefði verið um rasísk ummæli að ræða. Ljót orð hefðu hins vegar verið kölluð að Oumar Diouck, þeldökkum leikmanni Njarðvíkur, og hann kallaður „glæpamaður“. Þróttarar voru ósáttir við framferði Diouck í leiknum og töldu hann hafa veitt Baldri Hannesi Stefánssyni, fyrirliða Þróttar, högg í punginn og sloppið við að fá spjald. Standa gegn hvers kyns fordómum Gunnar Heiðar sagði við Vísi í gær að um leiðindamál væri að ræða en forráðamenn Þróttar vildu lítið ræða málið og vísuðu í væntanlega yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar harma félögin þau orðaskipti sem urðu eftir leik og biðst knattspyrnudeild Þróttar velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngum hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verði úr því. Þá árétta félögin að þau standi sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Þróttar og Njarðvíkur Eftir leik félaga okkar í Lengjudeildinni þann 9. júní 2025 kom til orðaskipta í leikmannagöngunum milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur. Félögin harma þessi orðaskipti og telja þau bæði óþörf og ósæmileg. Knattspyrnudeild Þróttar biðst velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngunum eftir leik hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verður úr því af hálfu félagsins. Vegna umræðu í kjölfar atviksins vilja félögin árétta að þau standa sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Félögin leggja ríka áherslu á virðingu, jafnrétti og mannréttindi sem ófrávíkjanleg gildi í allri starfsemi. Félögin hafna afdráttarlaust allri hegðun sem byggir á neikvæðum staðalímyndum eða stuðlar að ójöfnuði, hvort sem það snýr að uppruna, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, fötlun eða öðrum þáttum.
Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira