Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2025 23:30 Spennandi tímar framundan hjá Bettinelli á bekknum hjá City. Manchester City Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. Líkt og Vísir greindi frá lék Carson aðeins tvo leiki á þeim sex árum sem hann var titlaður sem leikmaður Manchester City. Sem þriðji markvörður, eða jafnvel fjórði, var hlutverk þessa fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Englands að halda öðrum markvörðum á tánum ásamt því að halda uppi góðum móral í búningsklefanum. Það verður ekki annað sagt en Carson hafi gert gott betur en það. Verandi orðinn 39 ára ákvað Man City hins vegar að yngja upp og hefur hinn 33 ára gamli Marcus Bettinelli samið við félagið til eins árs. Hann kemur frá Chelsea. „Það er heiður að semja við City,“ sagði Bettinelli meðal annars í viðtali á vefsíðu félagsins. Markvörðurinn, sem lék á sínum tíma einn leik fyrir U-21 árs landslið Englands, hefur verið á mála hjá Chelsea frá 2021 án þess að spila leik fyrir aðallið félagsins. Bettinelli lék hátt í 150 leiki fyrir Fulham og Middlesbrough en hefur undanfarin ár verið í hlutverki þriðja eða fjórða markmanns hjá Chelsea. Mun hann vera í sama hlutverki hjá Man City en Ederson er aðalmarkvörður liðsins og Stefan Ortega honum til halds og trausts. Hann er þriðji maðurinn sem City fær til sín á skömmum tíma en Rayan Cherki er kominn frá Lyon og nafni hans Aït-Nouri frá Úlfunum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá lék Carson aðeins tvo leiki á þeim sex árum sem hann var titlaður sem leikmaður Manchester City. Sem þriðji markvörður, eða jafnvel fjórði, var hlutverk þessa fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Englands að halda öðrum markvörðum á tánum ásamt því að halda uppi góðum móral í búningsklefanum. Það verður ekki annað sagt en Carson hafi gert gott betur en það. Verandi orðinn 39 ára ákvað Man City hins vegar að yngja upp og hefur hinn 33 ára gamli Marcus Bettinelli samið við félagið til eins árs. Hann kemur frá Chelsea. „Það er heiður að semja við City,“ sagði Bettinelli meðal annars í viðtali á vefsíðu félagsins. Markvörðurinn, sem lék á sínum tíma einn leik fyrir U-21 árs landslið Englands, hefur verið á mála hjá Chelsea frá 2021 án þess að spila leik fyrir aðallið félagsins. Bettinelli lék hátt í 150 leiki fyrir Fulham og Middlesbrough en hefur undanfarin ár verið í hlutverki þriðja eða fjórða markmanns hjá Chelsea. Mun hann vera í sama hlutverki hjá Man City en Ederson er aðalmarkvörður liðsins og Stefan Ortega honum til halds og trausts. Hann er þriðji maðurinn sem City fær til sín á skömmum tíma en Rayan Cherki er kominn frá Lyon og nafni hans Aït-Nouri frá Úlfunum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00
Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30