Þungi færist í árásir Rússa: „Þetta er orðið partur af okkar lífi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2025 14:27 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og blaðamaður er búsettur í Úkraínu. Vísir/Elín Margrét Íslendingur í Kænugarði hefur ekki farið varhluta af auknum þunga árásum Rússa á borgina undanfarna daga. Árás Rússa á Kænugarð í Úkraínu í nótt var ein sú harðasta frá upphafi stríðsins. Hundruð dróna ullu skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar, og þá féllu tveir í árásum Rússa í Odessa. Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira