Yfirmaður FEMA sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 11:28 Fellibyljir valda á ári hverju miklum skaða í Bandaríkjunum og manntjóni. AP/Rebecca Blackwell Forsvarsmenn Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa ákveðið að hætta við að nota nýja viðbragðsáætlun við fellibyljum sem ku hafa verið langt á veg komin. Þess í stað ætla þeir að nota áætlunina frá því í fyrra en nýr yfirmaður stofnunarinnar kom starfsmönnum sínum í opna skjöldu í gær þegar hann sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila. Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður. Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður.
Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira