Yfirmaður FEMA sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 11:28 Fellibyljir valda á ári hverju miklum skaða í Bandaríkjunum og manntjóni. AP/Rebecca Blackwell Forsvarsmenn Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa ákveðið að hætta við að nota nýja viðbragðsáætlun við fellibyljum sem ku hafa verið langt á veg komin. Þess í stað ætla þeir að nota áætlunina frá því í fyrra en nýr yfirmaður stofnunarinnar kom starfsmönnum sínum í opna skjöldu í gær þegar hann sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila. Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður. Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður.
Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira