Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 21:14 Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er talinn sigursælastur. EPA Nýr forseti í Suður-Kóreu verður kjörinn á morgun eftir að fyrrum forseti var vikið úr embætti fyrir að setja á herlög í landinu. Frambjóðandi Lýðræðisflokksins er talinn sigursælastur. Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu. Suður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu.
Suður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira