Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 21:14 Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er talinn sigursælastur. EPA Nýr forseti í Suður-Kóreu verður kjörinn á morgun eftir að fyrrum forseti var vikið úr embætti fyrir að setja á herlög í landinu. Frambjóðandi Lýðræðisflokksins er talinn sigursælastur. Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu. Suður-Kórea Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu.
Suður-Kórea Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira