Skjöl staðfesta að Tice var í haldi Assad-liða Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 12:49 Debra Tice, heldur á mynd af syni sínum, Austin Tice. Hann hvarf í Sýrlandi 2012 og nú hefur verið staðfest að hann var í haldi Assad-liða. Getty/Bekir Kasim Áður óséð skjöl hafa loksins staðfest að bandaríski blaðamaðurinn Austin Tice var handsamaður af stjórnvöldum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands. Hann hvarf nærri Damascus, höfuðborg landsins, í ágúst 2012 en Assad-liðar höfnuðu því ítrekað að hafa hann í haldi. Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum. Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum.
Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31