Um þrjátíu drepin í árás nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 08:39 Hjálparsamtökum hefur ekki verið leyft að fara með nægilegt magn hjálpargagna inn á Gasa. Varað er við hungursneyð. Myndin er tekin 30. maí í Khan Yunis. Vísir/Getty Allt að þrjátíu voru drepin í árás Ísraelshers nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna í Rafah og tugir voru særð. Þúsundir höfðu safnast saman við dreifingarmiðstöðina þegar skriðdrekum Ísraelshers var ekið að henni og svo hafin skothríð. Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira