Bað um 12 milljónir til að halda tónlistarhátíð í öðru sveitarfélagi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2025 12:10 Jökull Júlíusson er söngvari Kaleo. Hann fær ekki styrk frá Akureyri til að halda tónlistarhátíð hinu megin við Eyjafjörðinn. Vísir/Viktor Freyr Félagið Melody Man ehf., sem er í eigu Jökuls Júlíussonar söngvara Kaleo, fær ekki fjárstuðning frá Akureyrarbæ til þess að halda tónlistarviðburð í Vaglaskógi í sumar. Umsókn um 12 milljóna króna styrk frá bænum var hafnað af bæjarráði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit. Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit.
Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira