Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 10:33 Tundurspillirinn á hliðinni en búið er að leggja bláan dúk yfir skipið. Myndin var tekin þann 24. maí. AP/Maxar Technologies Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar. Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira