Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2025 18:44 Þyrla af gerðinni Robinson R44 Raven II eins og þær tvær sem hröpuðu til jarðar í Finnlandi í dag. GEtty Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs. Finnski miðillinn Helsinki Times greinir frá því að þyrlurnar, sem eru af tegundinni Robinson R44, höfðu báðar lagt af stað frá Tallinn um morguninn. Samkvæmt finnsku lögreglunni og utanríkisráðuneyti Eistlands rákust þyrlurnar saman skömmu eftir hádegi og brotlentu í skóglendi. Samkvæmt rakningargögnum flugu þyrlurnar samhliða stærstan hluta ferðarinnar en hurfu af ratsjám um hálf eitt við Eura-flugvöll. Vitni lýsa því hvernig þyrlurnar flugu nærri hvor annarri áður en önnur breytti snögglega um stefnu og flaug utan í hina. „Önnur þeirra féll eins og steinn,“ sagði Antti Marjanen sem er íbúi á svæðinu og hafði samband við neyðarlínuna. Eistneskur athafnamaður meðal látinna Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þyrlurnar í um hundrað metra fjarlægð frá hvor annarri. Kviknað hafði í annarri þeirra og fundu viðbragðsaðilar þyrlubrakið út frá reyknum sem steig upp af því. Lögreglan hefur staðfest að fimm voru um borð í þyrlunum tveimur og hafa borið kennsl á báða flugmennina. Annar þeirra er Oleg Sõnajalg, þekktur eistneskur athafnamaður, sem var þekktur fyrir að fljúga gjarnan eigin þyrlum. Enn á eftir að bera kennsl á farþegana þrjá. Þyrlurnar tvær áttu að taka þátt í viðburði við Piikajärvi-flugvöll á vegum flugklúbbs. Þar var von á um tuttugu flugvélum og um 50 þátttakendum. Flugmálayfirvöld í Finnlandi og Eistlandi vinna nú saman að rannsókn á slysinu. Tildrög þess eru enn óþekkt en talið er að mannleg mistök, veðurfar eða samskiptaleysi hafi valdið slysinu. Samgönguslys Finnland Eistland Fréttir af flugi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Finnski miðillinn Helsinki Times greinir frá því að þyrlurnar, sem eru af tegundinni Robinson R44, höfðu báðar lagt af stað frá Tallinn um morguninn. Samkvæmt finnsku lögreglunni og utanríkisráðuneyti Eistlands rákust þyrlurnar saman skömmu eftir hádegi og brotlentu í skóglendi. Samkvæmt rakningargögnum flugu þyrlurnar samhliða stærstan hluta ferðarinnar en hurfu af ratsjám um hálf eitt við Eura-flugvöll. Vitni lýsa því hvernig þyrlurnar flugu nærri hvor annarri áður en önnur breytti snögglega um stefnu og flaug utan í hina. „Önnur þeirra féll eins og steinn,“ sagði Antti Marjanen sem er íbúi á svæðinu og hafði samband við neyðarlínuna. Eistneskur athafnamaður meðal látinna Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þyrlurnar í um hundrað metra fjarlægð frá hvor annarri. Kviknað hafði í annarri þeirra og fundu viðbragðsaðilar þyrlubrakið út frá reyknum sem steig upp af því. Lögreglan hefur staðfest að fimm voru um borð í þyrlunum tveimur og hafa borið kennsl á báða flugmennina. Annar þeirra er Oleg Sõnajalg, þekktur eistneskur athafnamaður, sem var þekktur fyrir að fljúga gjarnan eigin þyrlum. Enn á eftir að bera kennsl á farþegana þrjá. Þyrlurnar tvær áttu að taka þátt í viðburði við Piikajärvi-flugvöll á vegum flugklúbbs. Þar var von á um tuttugu flugvélum og um 50 þátttakendum. Flugmálayfirvöld í Finnlandi og Eistlandi vinna nú saman að rannsókn á slysinu. Tildrög þess eru enn óþekkt en talið er að mannleg mistök, veðurfar eða samskiptaleysi hafi valdið slysinu.
Samgönguslys Finnland Eistland Fréttir af flugi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira