Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2025 18:44 Þyrla af gerðinni Robinson R44 Raven II eins og þær tvær sem hröpuðu til jarðar í Finnlandi í dag. GEtty Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs. Finnski miðillinn Helsinki Times greinir frá því að þyrlurnar, sem eru af tegundinni Robinson R44, höfðu báðar lagt af stað frá Tallinn um morguninn. Samkvæmt finnsku lögreglunni og utanríkisráðuneyti Eistlands rákust þyrlurnar saman skömmu eftir hádegi og brotlentu í skóglendi. Samkvæmt rakningargögnum flugu þyrlurnar samhliða stærstan hluta ferðarinnar en hurfu af ratsjám um hálf eitt við Eura-flugvöll. Vitni lýsa því hvernig þyrlurnar flugu nærri hvor annarri áður en önnur breytti snögglega um stefnu og flaug utan í hina. „Önnur þeirra féll eins og steinn,“ sagði Antti Marjanen sem er íbúi á svæðinu og hafði samband við neyðarlínuna. Eistneskur athafnamaður meðal látinna Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þyrlurnar í um hundrað metra fjarlægð frá hvor annarri. Kviknað hafði í annarri þeirra og fundu viðbragðsaðilar þyrlubrakið út frá reyknum sem steig upp af því. Lögreglan hefur staðfest að fimm voru um borð í þyrlunum tveimur og hafa borið kennsl á báða flugmennina. Annar þeirra er Oleg Sõnajalg, þekktur eistneskur athafnamaður, sem var þekktur fyrir að fljúga gjarnan eigin þyrlum. Enn á eftir að bera kennsl á farþegana þrjá. Þyrlurnar tvær áttu að taka þátt í viðburði við Piikajärvi-flugvöll á vegum flugklúbbs. Þar var von á um tuttugu flugvélum og um 50 þátttakendum. Flugmálayfirvöld í Finnlandi og Eistlandi vinna nú saman að rannsókn á slysinu. Tildrög þess eru enn óþekkt en talið er að mannleg mistök, veðurfar eða samskiptaleysi hafi valdið slysinu. Samgönguslys Finnland Eistland Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Finnski miðillinn Helsinki Times greinir frá því að þyrlurnar, sem eru af tegundinni Robinson R44, höfðu báðar lagt af stað frá Tallinn um morguninn. Samkvæmt finnsku lögreglunni og utanríkisráðuneyti Eistlands rákust þyrlurnar saman skömmu eftir hádegi og brotlentu í skóglendi. Samkvæmt rakningargögnum flugu þyrlurnar samhliða stærstan hluta ferðarinnar en hurfu af ratsjám um hálf eitt við Eura-flugvöll. Vitni lýsa því hvernig þyrlurnar flugu nærri hvor annarri áður en önnur breytti snögglega um stefnu og flaug utan í hina. „Önnur þeirra féll eins og steinn,“ sagði Antti Marjanen sem er íbúi á svæðinu og hafði samband við neyðarlínuna. Eistneskur athafnamaður meðal látinna Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þyrlurnar í um hundrað metra fjarlægð frá hvor annarri. Kviknað hafði í annarri þeirra og fundu viðbragðsaðilar þyrlubrakið út frá reyknum sem steig upp af því. Lögreglan hefur staðfest að fimm voru um borð í þyrlunum tveimur og hafa borið kennsl á báða flugmennina. Annar þeirra er Oleg Sõnajalg, þekktur eistneskur athafnamaður, sem var þekktur fyrir að fljúga gjarnan eigin þyrlum. Enn á eftir að bera kennsl á farþegana þrjá. Þyrlurnar tvær áttu að taka þátt í viðburði við Piikajärvi-flugvöll á vegum flugklúbbs. Þar var von á um tuttugu flugvélum og um 50 þátttakendum. Flugmálayfirvöld í Finnlandi og Eistlandi vinna nú saman að rannsókn á slysinu. Tildrög þess eru enn óþekkt en talið er að mannleg mistök, veðurfar eða samskiptaleysi hafi valdið slysinu.
Samgönguslys Finnland Eistland Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira