Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir sló á létta strengi eftir að hafa skorað gegn sínu gamla félagi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi. Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að neðan en það var Agla María Albertsdóttir, nýmætt aftur í íslenska landsliðshópinn, sem skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Berglind bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og fjórða markið skoraði Karitas Tómasdóttir svo með bakinu í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Val Þó að hún hafi nokkuð spör á yfirlýsingarnar í viðtali í Sportpakkanum í gærkvöld þá virtist alveg ljóst að Berglind væri í hefndarhug gegn sínu gamla félagi í kvöld. Hún fagnaði fyrra marki sínu með því að leggja fingur yfir varir sínar, mögulega til að sussa á einhverja sem efuðust um að þessi mikli markahrókur hefði enn svo mikið fram að færa. Blikar hafa verið magnaðir í upphafi tímabils og skorað 28 mörk í sex leikjum en Berglind hefur skorað fjórðung þeirra, eða heil sjö mörk, og er langmarkahæst í deildinni það sem af er, á sínu fyrsta heila tímabili eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku og úr barneignaorlofi með Val í fyrra. Berglind hefur raunar skorað einu marki meira en allt Valsliðið til samans því Valskonur hafa aðeins skorað sex mörk í fyrstu sex leikjunum og fengið á sig átta. Þær hafa auk þess tapað þremur deildarleikjum í röð núna, í fyrsta sinn frá árinu 2015 þegar liðið endaði aðeins í 7. sæti. Berglind skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Val í fyrra, eftir að hafa eignast strák um veturinn. Hún gerði tólf mörk í níu leikjum sumarið 2020, áður en hún fór í atvinnumennsku, og hefur mest skorað nítján mörk á einni leiktíð í efstu deild, þegar hún hlaut gullskóinn árið 2018. Alls hefur hún núna skorað 148 mörk í 209 leikjum í efstu deild á Íslandi. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að neðan en það var Agla María Albertsdóttir, nýmætt aftur í íslenska landsliðshópinn, sem skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Berglind bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og fjórða markið skoraði Karitas Tómasdóttir svo með bakinu í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Val Þó að hún hafi nokkuð spör á yfirlýsingarnar í viðtali í Sportpakkanum í gærkvöld þá virtist alveg ljóst að Berglind væri í hefndarhug gegn sínu gamla félagi í kvöld. Hún fagnaði fyrra marki sínu með því að leggja fingur yfir varir sínar, mögulega til að sussa á einhverja sem efuðust um að þessi mikli markahrókur hefði enn svo mikið fram að færa. Blikar hafa verið magnaðir í upphafi tímabils og skorað 28 mörk í sex leikjum en Berglind hefur skorað fjórðung þeirra, eða heil sjö mörk, og er langmarkahæst í deildinni það sem af er, á sínu fyrsta heila tímabili eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku og úr barneignaorlofi með Val í fyrra. Berglind hefur raunar skorað einu marki meira en allt Valsliðið til samans því Valskonur hafa aðeins skorað sex mörk í fyrstu sex leikjunum og fengið á sig átta. Þær hafa auk þess tapað þremur deildarleikjum í röð núna, í fyrsta sinn frá árinu 2015 þegar liðið endaði aðeins í 7. sæti. Berglind skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Val í fyrra, eftir að hafa eignast strák um veturinn. Hún gerði tólf mörk í níu leikjum sumarið 2020, áður en hún fór í atvinnumennsku, og hefur mest skorað nítján mörk á einni leiktíð í efstu deild, þegar hún hlaut gullskóinn árið 2018. Alls hefur hún núna skorað 148 mörk í 209 leikjum í efstu deild á Íslandi.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira