Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 08:30 Viðskilnaðurinn við Val var Berglindi erfiður. Hún hefur fundið sig sérlega vel í Kópavogi og mætir vel stemmd til leiks gegn Valskonum í kvöld. Vísir/Ívar Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn. Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Arnar missti af ræsingu en vann: „Ha? Eru þau farin?“ Sport „Einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í“ Sport Benedikt í Fjölni Körfubolti „Meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu“ Fótbolti Átök Arnars og Óskars hófust í yngri flokkum: Dramatík í úrslitum á Akureyri Íslenski boltinn Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Golf Leverkusen að kaupa leikmann Liverpool fyrir metverð Fótbolti Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Körfubolti Fiorentina muni ekki kaupa Albert en önnur ítölsk lið áhugasöm Fótbolti Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL - Tindastóll | Stólarnir koma sér úr fallsæti Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Ekkert lið vill fara með óbragð í munni frá tíundu umferð Átök Arnars og Óskars hófust í yngri flokkum: Dramatík í úrslitum á Akureyri „Þetta var leikur smáatriða“ Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ KA tapaði áfrýjun og þarf að greiða Arnari Hefði blásið upp fjandskapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tímabili“ „Ég held samt að hann sé að bulla“ Stígur Diljan ristarbrotin og missir af Evrópuleikjunum Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ „Mætum einu besta liði landsins“ Silkeborg til Akureyrar og leið Vals, Víkings og Breiðabliks ljósari Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Sjáðu Gylfa leggja upp sigurmarkið fyrir Gunnar og öll hin í sigri Víkinga á KR Uppgjörið: Víkingur - KR 3-2 | Víkingur tyllti sér á toppinn í frábærum leik Uppgjörið: FH 5 - 1 Tindastóll | FH gekk frá Tindastól í seinni hálfleik Uppgjörið: Þór/KA 0 - 2 Breiðablik | Blikar með öruggan sigur Neyddur í legghlífar í Garðabæ en losaði sig strax við þær Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Jón Þór hættur hjá ÍA Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu „Þó við lentum undir missti enginn móðinn“ „Hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því“ Sjá meira
Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Arnar missti af ræsingu en vann: „Ha? Eru þau farin?“ Sport „Einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í“ Sport Benedikt í Fjölni Körfubolti „Meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu“ Fótbolti Átök Arnars og Óskars hófust í yngri flokkum: Dramatík í úrslitum á Akureyri Íslenski boltinn Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Golf Leverkusen að kaupa leikmann Liverpool fyrir metverð Fótbolti Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Körfubolti Fiorentina muni ekki kaupa Albert en önnur ítölsk lið áhugasöm Fótbolti Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL - Tindastóll | Stólarnir koma sér úr fallsæti Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Ekkert lið vill fara með óbragð í munni frá tíundu umferð Átök Arnars og Óskars hófust í yngri flokkum: Dramatík í úrslitum á Akureyri „Þetta var leikur smáatriða“ Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ KA tapaði áfrýjun og þarf að greiða Arnari Hefði blásið upp fjandskapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tímabili“ „Ég held samt að hann sé að bulla“ Stígur Diljan ristarbrotin og missir af Evrópuleikjunum Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ „Mætum einu besta liði landsins“ Silkeborg til Akureyrar og leið Vals, Víkings og Breiðabliks ljósari Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Sjáðu Gylfa leggja upp sigurmarkið fyrir Gunnar og öll hin í sigri Víkinga á KR Uppgjörið: Víkingur - KR 3-2 | Víkingur tyllti sér á toppinn í frábærum leik Uppgjörið: FH 5 - 1 Tindastóll | FH gekk frá Tindastól í seinni hálfleik Uppgjörið: Þór/KA 0 - 2 Breiðablik | Blikar með öruggan sigur Neyddur í legghlífar í Garðabæ en losaði sig strax við þær Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Jón Þór hættur hjá ÍA Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu „Þó við lentum undir missti enginn móðinn“ „Hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því“ Sjá meira