Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 16:33 Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs, á frumsýningu í Los Angeles árið 2017. AP/Chris Pizzello Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, hefur í dag þurft að svara spurningum lögmanna Diddy, eftir að hafa svarað saksóknurum síðustu tvo daga. Lögmennirnir hafa meðal annars látið hana lesa upp kynferðisleg skilaboð sem hún sendi á Diddy í gegnum árin. Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt. Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Samband þeirra hófst fyrir tæpum átján árum, eða árið 2007, þegar Cassie var 21 árs gömul. Vitnaleiðsla lögmanna Diddy hófst á því að Cassie var látin lesa upp tölvupósta og önnur skilaboð sem þau sendu sín á milli, þar sem þau töluðu vel um hvort annað. Söngkonan sagði að Diddy hefði verið mjög sjarmerandi og sagðist hafa orðið ástfangin af honum. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie hefur varið síðustu tveimur dögum í að segja frá umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum sem Diddy hélt reglulega og segir hann hafa þvingað sig til þátttöku. Hún sagði Diddy hafa notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Þetta mun hafa staðið yfir um árabil. Bað um hlé milli spurninga Í dómsal í dag var Cassie meðal annars látin lesa tölvupóst frá 2010, þar sem hún kvartaði við Diddy yfir því að hann sýndi henni ekki næga athygli. Hún vildi ekki peninga frá honum, heldur athygli hans. Eftir það las hún skilaboð þeirra á milli frá 2009, þar sem Diddy spurði hana hvenær hún væri til í kynlífspartí. Hún svaraði á þann veg að hún væri alltaf tilbúin í slíkt. Markmið lögmanna Diddy virðist vera að sýna fram á að Cassie hafi verið viljugur þátttakandi í svallinu. Í þessum skilaboðum talaði hún meðal annars, samkvæmt vakt AP fréttaveitunnar, um hvað hana langaði að gera í svalli og síðar var hún látin lesa skilaboð þar sem hún bað Diddy um nánara samband. Hún þyrfti að líta á hann sem sinn mann til að geta orðið opnari fyrir því sem þau gerðu í svefnherberginu, eða hótelherbergjum víða um Bandaríkin. Á einum tímapunkti bað Cassie dómarann um hlé þegar kynferðisleg skilaboð þeirra voru sýnd í dómsal. Það var samþykkt. Þegar vitnaleiðslurnar höfðu staðið yfir í rúmar tvær mínútur spurði lögmaður Diddy hvort Cassie þætti sanngjarnt að segja að hún hefði gert út af við feril Diddys þegar hún höfðaði mál gegn honum í nóvember 2023 og opinberaði tilvist þessara kynlífspartía. Hún sagðist alveg geta samþykkt það. Vitnaleiðslurnar stóðu enn yfir þegar fréttin er birt.
Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira