Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 11:51 Boeing-þota sem Bandaríkjaforseti prófaði á Flórída í febrúar. Katarar vilja gefa honum persónulega lúxusþotu. AP/Ben Burtis Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. ABC-sjónvarpsstöðin greindi frá því um helgina að tilkynnt yrði um gjöf Katara til Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn hans þangað í vikunni. Lúxusþotan af gerðinni Boeing 747-8 yrði notuð sem opinber forsetaflugvél til loka kjörtímabils forsetans en eftir það hefði forsetinn hana til persónulegra afnota. Slík gjöf virðist augljóslega stríða gegn fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannar forseta að þiggja gjafir, laun eða titla frá erlendum ríkjum án leyfis Bandaríkjaþings. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði áður sem málafylgjumaður fyrir Katar, telur að forsetinn geti komist í kringum það bann með því að láta ríkið gefa sjóði sem er ætlað að reisa opinbert forsetabókasafn sitjandi forseta flugvélina. Venja er í Bandaríkjunum að stofnuð séu bókasöfn fyrrverandi forseta eftir að þeir láta af embætti sem halda meðal annars um gögn úr embættistíð þeirra. Fréttirnar af gjöfinni vöktu töluverða hneykslan hjá stjórnarandstæðingum og sérfræðingum í siðareglum opinberra embættismanna. Einn þeirra sem AP-fréttastofan ræddi við sakaði sitjandi forsetann meðal annars um að einbeita sér að því að notfæra sér völd sín til þess að maka krókinn persónulega. Jafnvel sumir bandamenn forsetans hafa lýst áhyggjum af því að það gæti verið öryggisógn ef forsetinn notaði flugvél frá erlendu ríki. Ósáttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar Í skugga gagnrýninnar hafa katörsk stjórnvöld sagt að varnarmálaráðuneytið landanna tveggja séu að skoða mögulegt framlag á forsetaflugvél. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Bandaríski forsetinn sjálfur gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki þiggja flugvélina að gjöf. Forsetinn sætti málsókn á fyrra kjörtímabili fyrir meint brot á stjórnarskrárákvæðinu um gjafir frá erlendum ríkjum. Hæstiréttur felldi málið niður árið 2021 á þeim forsendum að hann væri óútkljáanlegt þar sem hann væri ekki lengur forseti. Viðskiptaveldi forsetans hefur umtalsverðra hagsmuna að gæta í Miðausturlöndum, þar á meðal í Katar. Það skrifaði nýlega undir samkomulag um lúxusgolfferðamannastað við fasteignafélag sem þjóðarsjóður Katar stendur að baki. Bandaríkin Katar Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
ABC-sjónvarpsstöðin greindi frá því um helgina að tilkynnt yrði um gjöf Katara til Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn hans þangað í vikunni. Lúxusþotan af gerðinni Boeing 747-8 yrði notuð sem opinber forsetaflugvél til loka kjörtímabils forsetans en eftir það hefði forsetinn hana til persónulegra afnota. Slík gjöf virðist augljóslega stríða gegn fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannar forseta að þiggja gjafir, laun eða titla frá erlendum ríkjum án leyfis Bandaríkjaþings. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði áður sem málafylgjumaður fyrir Katar, telur að forsetinn geti komist í kringum það bann með því að láta ríkið gefa sjóði sem er ætlað að reisa opinbert forsetabókasafn sitjandi forseta flugvélina. Venja er í Bandaríkjunum að stofnuð séu bókasöfn fyrrverandi forseta eftir að þeir láta af embætti sem halda meðal annars um gögn úr embættistíð þeirra. Fréttirnar af gjöfinni vöktu töluverða hneykslan hjá stjórnarandstæðingum og sérfræðingum í siðareglum opinberra embættismanna. Einn þeirra sem AP-fréttastofan ræddi við sakaði sitjandi forsetann meðal annars um að einbeita sér að því að notfæra sér völd sín til þess að maka krókinn persónulega. Jafnvel sumir bandamenn forsetans hafa lýst áhyggjum af því að það gæti verið öryggisógn ef forsetinn notaði flugvél frá erlendu ríki. Ósáttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar Í skugga gagnrýninnar hafa katörsk stjórnvöld sagt að varnarmálaráðuneytið landanna tveggja séu að skoða mögulegt framlag á forsetaflugvél. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Bandaríski forsetinn sjálfur gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki þiggja flugvélina að gjöf. Forsetinn sætti málsókn á fyrra kjörtímabili fyrir meint brot á stjórnarskrárákvæðinu um gjafir frá erlendum ríkjum. Hæstiréttur felldi málið niður árið 2021 á þeim forsendum að hann væri óútkljáanlegt þar sem hann væri ekki lengur forseti. Viðskiptaveldi forsetans hefur umtalsverðra hagsmuna að gæta í Miðausturlöndum, þar á meðal í Katar. Það skrifaði nýlega undir samkomulag um lúxusgolfferðamannastað við fasteignafélag sem þjóðarsjóður Katar stendur að baki.
Bandaríkin Katar Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira