Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 11:51 Boeing-þota sem Bandaríkjaforseti prófaði á Flórída í febrúar. Katarar vilja gefa honum persónulega lúxusþotu. AP/Ben Burtis Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. ABC-sjónvarpsstöðin greindi frá því um helgina að tilkynnt yrði um gjöf Katara til Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn hans þangað í vikunni. Lúxusþotan af gerðinni Boeing 747-8 yrði notuð sem opinber forsetaflugvél til loka kjörtímabils forsetans en eftir það hefði forsetinn hana til persónulegra afnota. Slík gjöf virðist augljóslega stríða gegn fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannar forseta að þiggja gjafir, laun eða titla frá erlendum ríkjum án leyfis Bandaríkjaþings. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði áður sem málafylgjumaður fyrir Katar, telur að forsetinn geti komist í kringum það bann með því að láta ríkið gefa sjóði sem er ætlað að reisa opinbert forsetabókasafn sitjandi forseta flugvélina. Venja er í Bandaríkjunum að stofnuð séu bókasöfn fyrrverandi forseta eftir að þeir láta af embætti sem halda meðal annars um gögn úr embættistíð þeirra. Fréttirnar af gjöfinni vöktu töluverða hneykslan hjá stjórnarandstæðingum og sérfræðingum í siðareglum opinberra embættismanna. Einn þeirra sem AP-fréttastofan ræddi við sakaði sitjandi forsetann meðal annars um að einbeita sér að því að notfæra sér völd sín til þess að maka krókinn persónulega. Jafnvel sumir bandamenn forsetans hafa lýst áhyggjum af því að það gæti verið öryggisógn ef forsetinn notaði flugvél frá erlendu ríki. Ósáttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar Í skugga gagnrýninnar hafa katörsk stjórnvöld sagt að varnarmálaráðuneytið landanna tveggja séu að skoða mögulegt framlag á forsetaflugvél. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Bandaríski forsetinn sjálfur gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki þiggja flugvélina að gjöf. Forsetinn sætti málsókn á fyrra kjörtímabili fyrir meint brot á stjórnarskrárákvæðinu um gjafir frá erlendum ríkjum. Hæstiréttur felldi málið niður árið 2021 á þeim forsendum að hann væri óútkljáanlegt þar sem hann væri ekki lengur forseti. Viðskiptaveldi forsetans hefur umtalsverðra hagsmuna að gæta í Miðausturlöndum, þar á meðal í Katar. Það skrifaði nýlega undir samkomulag um lúxusgolfferðamannastað við fasteignafélag sem þjóðarsjóður Katar stendur að baki. Bandaríkin Katar Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
ABC-sjónvarpsstöðin greindi frá því um helgina að tilkynnt yrði um gjöf Katara til Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn hans þangað í vikunni. Lúxusþotan af gerðinni Boeing 747-8 yrði notuð sem opinber forsetaflugvél til loka kjörtímabils forsetans en eftir það hefði forsetinn hana til persónulegra afnota. Slík gjöf virðist augljóslega stríða gegn fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannar forseta að þiggja gjafir, laun eða titla frá erlendum ríkjum án leyfis Bandaríkjaþings. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði áður sem málafylgjumaður fyrir Katar, telur að forsetinn geti komist í kringum það bann með því að láta ríkið gefa sjóði sem er ætlað að reisa opinbert forsetabókasafn sitjandi forseta flugvélina. Venja er í Bandaríkjunum að stofnuð séu bókasöfn fyrrverandi forseta eftir að þeir láta af embætti sem halda meðal annars um gögn úr embættistíð þeirra. Fréttirnar af gjöfinni vöktu töluverða hneykslan hjá stjórnarandstæðingum og sérfræðingum í siðareglum opinberra embættismanna. Einn þeirra sem AP-fréttastofan ræddi við sakaði sitjandi forsetann meðal annars um að einbeita sér að því að notfæra sér völd sín til þess að maka krókinn persónulega. Jafnvel sumir bandamenn forsetans hafa lýst áhyggjum af því að það gæti verið öryggisógn ef forsetinn notaði flugvél frá erlendu ríki. Ósáttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar Í skugga gagnrýninnar hafa katörsk stjórnvöld sagt að varnarmálaráðuneytið landanna tveggja séu að skoða mögulegt framlag á forsetaflugvél. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Bandaríski forsetinn sjálfur gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki þiggja flugvélina að gjöf. Forsetinn sætti málsókn á fyrra kjörtímabili fyrir meint brot á stjórnarskrárákvæðinu um gjafir frá erlendum ríkjum. Hæstiréttur felldi málið niður árið 2021 á þeim forsendum að hann væri óútkljáanlegt þar sem hann væri ekki lengur forseti. Viðskiptaveldi forsetans hefur umtalsverðra hagsmuna að gæta í Miðausturlöndum, þar á meðal í Katar. Það skrifaði nýlega undir samkomulag um lúxusgolfferðamannastað við fasteignafélag sem þjóðarsjóður Katar stendur að baki.
Bandaríkin Katar Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent