„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 11:32 Fyrirliðinn Millie Bright fagnar sjötta titli Chelsea í röð. Morgan Harlow/Getty Images Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína. Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Fótbolti Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Handbolti Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“ Körfubolti Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð Körfubolti Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Enski boltinn Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Handbolti Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Sport Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Íslenski boltinn Þýski tveggja metra Messi orðaður við ensku úrvalsdeildina Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Garnacho vill vera áfram á Englandi Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Atlético hætt við Hernandez og sýnir Robertson áhuga Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Guðlaugur Victor fær nýjan þjálfara Tottenham leitar réttar síns eftir ákvörðun INEOS Vilja að Mbeumo elti stjórann Veltir því fyrir sér hvort „24 klukkutíma reglan“ lifi af vistaskiptin Gamli liðsfélagi Arnars og Bjarka gæti bæst í þjálfarateymi Liverpool „Barcelona og Real Madrid hefðu rekið mig“ Fer fyrst í frí en semur svo við Liverpool Borga fimm milljarða fyrir táning Man. Utd með í slaginn um Ekitike Daninn orðinn stjóri Tottenham Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres Draumur Cunha rættist Grealish fer ekki með á HM félagsliða Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Sjá meira
Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Fótbolti Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Handbolti Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“ Körfubolti Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð Körfubolti Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Enski boltinn Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Handbolti Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Sport Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Íslenski boltinn Þýski tveggja metra Messi orðaður við ensku úrvalsdeildina Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Garnacho vill vera áfram á Englandi Tottenham festir fyrstu kaup í stjóratíð Frank Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Atlético hætt við Hernandez og sýnir Robertson áhuga Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Guðlaugur Victor fær nýjan þjálfara Tottenham leitar réttar síns eftir ákvörðun INEOS Vilja að Mbeumo elti stjórann Veltir því fyrir sér hvort „24 klukkutíma reglan“ lifi af vistaskiptin Gamli liðsfélagi Arnars og Bjarka gæti bæst í þjálfarateymi Liverpool „Barcelona og Real Madrid hefðu rekið mig“ Fer fyrst í frí en semur svo við Liverpool Borga fimm milljarða fyrir táning Man. Utd með í slaginn um Ekitike Daninn orðinn stjóri Tottenham Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres Draumur Cunha rættist Grealish fer ekki með á HM félagsliða Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Sjá meira