Íslenski boltinn

„Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Örskömmu síðar fór rauða spjaldið á loft og vítaspyrna var dæmd.
Örskömmu síðar fór rauða spjaldið á loft og vítaspyrna var dæmd. Stöð 2 Sport

„Hann byrjaði þetta rosalega rólega en svo kom þetta tandurhreint út,“ sögðu Helena Ólafsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í kór þegar farið var yfir dómgæslu í Bestu mörkunum að lokinni 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Innslagið hér að neðan byrjar á því að Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, ræðir við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leik FHL og liðs síns. Bríet Jóhannsdóttir fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var Jóhann Kristinn ekki beint sáttur með þá ákvörðun dómarans.

Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður þar sem farið var ofan í atvikið sem leidd til þess að Bríet sá rautt.

„Þetta er klárlega ekki víti … Mér finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum,“ bætti Þóra Björg Helgadóttir. Innslagið og umræðuna um dómgæslu í Bestu deild kvenna má sjá hér að neðan.

Klippa: „Mér finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×