Erlent

Ein­hliða vopna­hlé Rússa hafið

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur stýrt landinu í 25 ár, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur stýrt landinu í 25 ár, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. EPA/GAVRIIL GRIGOROV

Þriggja sólarhringa vopnahlé sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti boðaði í Úkraínu hefur tekið gildi. Tilefni vopnahlésins er að áttatíu ár eru liðin frá lokum seinni hemisstyrjaldar.

Vopnahléð stendur fram yfir laugardag en er einhliða þar sem ekkert samkomulag um vopnahlé liggur fyrir.

Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti hefur lýst vopnahlénu sem sýndarmennsku og segir það hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Úkraínumenn hafa kallað eftir þrjátíu daga vopnahléi, eins og það sem Bandaríkjamenn lögðu upphaflega til.

Friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna með milligöngu Bandaríkjamanna hafa gengið illa. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Rússar krefðust „of mikils“ í viðræðunum.


Tengdar fréttir

Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki

Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×