Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 11:04 Vladímír Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. AP/RIA/Alexei Danichev Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira