Merz náði kjöri í annarri tilraun Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 14:18 Klappað var fyrir Friedrich Merz (2.f.v.) eftir að hann var kjörinn kanslari í annarri tilraun í þýska þinginu í dag. Vísir/EPA Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun. Uppnám varð í morgun þegar tilnefning Merz sem kanslara var felld. Það var í fyrsta skipti í sögu Þýskalands eftir seinna stríð sem kanslaraefni náði ekki kjöri í fyrstu lotu. Merz vantaði sex atkvæði upp á til að ná kjöri þrátt fyrir að Kristilegir demókratar (CDU/CSU) og Sósíademókratar (SPD) hafi saman tólf sæta meirihluta á þinginu. Atkvæðagreiðslurnar eru leynilegar og því liggur ekki fyrir hvaða þingmenn verðandi stjórnarflokkanna hlupust undan merkjum í morgun. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði og þrír skiluðu auðu en 307 greiddu atkvæði gegn Merz. Vitað var að ekki væri fullkominn einhugur innan SPD um stjórnarsamstarfið. Allir flokkarnir á þingi greiddu atkvæði með því að önnur atkvæðagreiðsla yrði haldin strax í dag. Í annarri atrennunni sem var haldin nú um miðjan dag hlaut Merz 325 atkvæði en hann þurfti 316 til þess að ná kjöri. Í þetta skiptið greiddu 289 þingmenn atkvæði gegn honum. Þingmenn risu á fætur og klöppuðu Merz lof í lófa eftir að úrslitin lágu fyrir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Fréttin verður uppfærð. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Uppnám varð í morgun þegar tilnefning Merz sem kanslara var felld. Það var í fyrsta skipti í sögu Þýskalands eftir seinna stríð sem kanslaraefni náði ekki kjöri í fyrstu lotu. Merz vantaði sex atkvæði upp á til að ná kjöri þrátt fyrir að Kristilegir demókratar (CDU/CSU) og Sósíademókratar (SPD) hafi saman tólf sæta meirihluta á þinginu. Atkvæðagreiðslurnar eru leynilegar og því liggur ekki fyrir hvaða þingmenn verðandi stjórnarflokkanna hlupust undan merkjum í morgun. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði og þrír skiluðu auðu en 307 greiddu atkvæði gegn Merz. Vitað var að ekki væri fullkominn einhugur innan SPD um stjórnarsamstarfið. Allir flokkarnir á þingi greiddu atkvæði með því að önnur atkvæðagreiðsla yrði haldin strax í dag. Í annarri atrennunni sem var haldin nú um miðjan dag hlaut Merz 325 atkvæði en hann þurfti 316 til þess að ná kjöri. Í þetta skiptið greiddu 289 þingmenn atkvæði gegn honum. Þingmenn risu á fætur og klöppuðu Merz lof í lófa eftir að úrslitin lágu fyrir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Fréttin verður uppfærð.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila