„Ástandið er að versna“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 23:39 Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum ræddi hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður Ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða. Tugþúsundir varaliða hafa verið kallaðir til og á myndum sem teknar voru við Gasa í dag má sjá fjölda ísraelska skriðdreka. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra staðfesti í dag að Palestínumenn á Gasa verði fluttir í þágu eigin öryggis, en tók ekki fram hvernig eða hvert. Sagt hefur verið að Ísraelar stefni að því að koma fólki fyrir á suðurhluta Gasa. Talsmaður Ísraelsstjórnar, David Mencer, segir að hernaðaraðgerðirnar séu til þess fallnar að auka þrýsting á Hamas til að láta gíslana lausa. „Í vikunni boða stjórnvöld í Ísrael tugþúsundir varaliðsmanna til herþjónustu í því skyni að styrkja og færa út aðgerðir okkar á Gasa. Ekki til að hernema svæðið, heldur til að efla hernaðaraðgerðir. Af hverju? Til að auka þrýsting á Hamas til að láta gísla okkar lausa. Á öðrum svæðum mun Ísrael tortíma öllum hryðjuverkainnviðum bæði ofan- og neðanjarðar,“ sagði David Mencer. Ný hernaðaráætlun samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að þessar hernaðaraðgerðir séu hernaðaráætlun sem þjóðaröryggisráð Ísrael tók ákvörðun um í gær. Yfirmaður ísraelska hersins hafi talað lauslega um hana, ekki ítarlega. „En það felst meðal annars í því eins og kom fram áðan, að þeir ætla sér að ganga endanlega milli bols og höfuðs á hamas samtökunum, og þeir ætla reyna bjarga þessum gíslum sem ennþá kunnu að vera á lífi, sirka 25 manns,“ sagði hann, en hann var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafi verið talað um flutning fólks frá norðurhluta Gasa til suðurs. „Hvernig það á svo eftir að ganga fyrir sig á eftir að koma í ljós.“ Hvað bíður þessa fólks? Þetta eru ekki frábærar aðstæður sem verið er að flytja það í? „Skelfilegt var það áður og búið að vera í langan tíma, og ekki verður það skárra, því það er mjög erfitt að stunda svona umfangsmiklar hernaraðgerðir í þéttbýli á svona þröngu og litlu svæði eins og Gasa er.“ „Það hefur óneitanlega í för með sér meiri mannfall og mannskaða,“ sagði Arnór. Hann segir að blikur séu á lofti hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á Ísraelsmenn burtséð frá Gasa. Flokksátökin hjá þeim séu að aukast, og yfirmaður ísraelsku öryggisþjónustunnar hafi verið að segja af sér vegna ágreinings við Netanjahú forsætisráðherra. Svo hafi Ísraelar verið að framkvæma miklar loftárásir á Jemen í dag, sem svar við eldflaugaárás Húta á aðalflugvöll Ísraela í gær. „Ástandið er bara að versna,“ sagði hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður Ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða. Tugþúsundir varaliða hafa verið kallaðir til og á myndum sem teknar voru við Gasa í dag má sjá fjölda ísraelska skriðdreka. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra staðfesti í dag að Palestínumenn á Gasa verði fluttir í þágu eigin öryggis, en tók ekki fram hvernig eða hvert. Sagt hefur verið að Ísraelar stefni að því að koma fólki fyrir á suðurhluta Gasa. Talsmaður Ísraelsstjórnar, David Mencer, segir að hernaðaraðgerðirnar séu til þess fallnar að auka þrýsting á Hamas til að láta gíslana lausa. „Í vikunni boða stjórnvöld í Ísrael tugþúsundir varaliðsmanna til herþjónustu í því skyni að styrkja og færa út aðgerðir okkar á Gasa. Ekki til að hernema svæðið, heldur til að efla hernaðaraðgerðir. Af hverju? Til að auka þrýsting á Hamas til að láta gísla okkar lausa. Á öðrum svæðum mun Ísrael tortíma öllum hryðjuverkainnviðum bæði ofan- og neðanjarðar,“ sagði David Mencer. Ný hernaðaráætlun samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að þessar hernaðaraðgerðir séu hernaðaráætlun sem þjóðaröryggisráð Ísrael tók ákvörðun um í gær. Yfirmaður ísraelska hersins hafi talað lauslega um hana, ekki ítarlega. „En það felst meðal annars í því eins og kom fram áðan, að þeir ætla sér að ganga endanlega milli bols og höfuðs á hamas samtökunum, og þeir ætla reyna bjarga þessum gíslum sem ennþá kunnu að vera á lífi, sirka 25 manns,“ sagði hann, en hann var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafi verið talað um flutning fólks frá norðurhluta Gasa til suðurs. „Hvernig það á svo eftir að ganga fyrir sig á eftir að koma í ljós.“ Hvað bíður þessa fólks? Þetta eru ekki frábærar aðstæður sem verið er að flytja það í? „Skelfilegt var það áður og búið að vera í langan tíma, og ekki verður það skárra, því það er mjög erfitt að stunda svona umfangsmiklar hernaraðgerðir í þéttbýli á svona þröngu og litlu svæði eins og Gasa er.“ „Það hefur óneitanlega í för með sér meiri mannfall og mannskaða,“ sagði Arnór. Hann segir að blikur séu á lofti hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á Ísraelsmenn burtséð frá Gasa. Flokksátökin hjá þeim séu að aukast, og yfirmaður ísraelsku öryggisþjónustunnar hafi verið að segja af sér vegna ágreinings við Netanjahú forsætisráðherra. Svo hafi Ísraelar verið að framkvæma miklar loftárásir á Jemen í dag, sem svar við eldflaugaárás Húta á aðalflugvöll Ísraela í gær. „Ástandið er bara að versna,“ sagði hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47
Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58