Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 10:00 Þróttarar fagna marki Freyju Karínar Þorvarðardóttur gegn Stólunum. vísir/guðmundur þórlaugarson Þrjú lið eru efst og jöfn í Bestu deild kvenna í fótbolta. Ellefu mörk voru skoruð þegar 4. umferðin fór fram í gær. Breiðablik hélt áfram að raða inn mörkum en liðið vann 4-0 sigur á Víkingi á Kópavogsvelli. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana og Heiða Ragney Viðarsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sitt hvort markið. Blikar hafa skorað nítján mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og eru á toppnum með tíu stig. FH og Þróttur eru einnig með tíu stig en þau unnu bæði í gær. FH fór í góða ferð til Akureyrar og vann 0-3 sigur á Þór/KA í Boganum. Valgerður Ósk Valsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoruðu mörk FH-inga. Akureyringar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum með markatölunni 0-6. Aðeins eitt mark var skorað þegar Þróttur fékk Tindastól í heimsókn. Það gerði Freyja Karín Þorvarðardóttir strax á upphafsmínútu leiksins. Þróttarar eru sem fyrr sagði með tíu stig en Stólarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og eru með þrjú stig. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 3-12 hefur Stjarnan nú unnið tvo leiki í röð. Í gær sigruðu Stjörnukonur Valskonur í Garðabænum, 1-0. Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði markið. Þá vann Fram FHL í nýliðaslagnum, 2-0. Þetta var fyrsti sigur Framara í efstu deild síðan 1988. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu mörk Fram snemma leiks. Framarar fengu þar með sín fyrstu stig í deildinni en Austfirðingar eru stigalausir á botninum. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00 Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17 „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34 Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50 Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53 FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Breiðablik hélt áfram að raða inn mörkum en liðið vann 4-0 sigur á Víkingi á Kópavogsvelli. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistarana og Heiða Ragney Viðarsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sitt hvort markið. Blikar hafa skorað nítján mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og eru á toppnum með tíu stig. FH og Þróttur eru einnig með tíu stig en þau unnu bæði í gær. FH fór í góða ferð til Akureyrar og vann 0-3 sigur á Þór/KA í Boganum. Valgerður Ósk Valsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoruðu mörk FH-inga. Akureyringar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum með markatölunni 0-6. Aðeins eitt mark var skorað þegar Þróttur fékk Tindastól í heimsókn. Það gerði Freyja Karín Þorvarðardóttir strax á upphafsmínútu leiksins. Þróttarar eru sem fyrr sagði með tíu stig en Stólarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og eru með þrjú stig. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 3-12 hefur Stjarnan nú unnið tvo leiki í röð. Í gær sigruðu Stjörnukonur Valskonur í Garðabænum, 1-0. Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði markið. Þá vann Fram FHL í nýliðaslagnum, 2-0. Þetta var fyrsti sigur Framara í efstu deild síðan 1988. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu mörk Fram snemma leiks. Framarar fengu þar með sín fyrstu stig í deildinni en Austfirðingar eru stigalausir á botninum. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00 Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17 „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34 Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50 Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53 FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. 3. maí 2025 19:00
Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. 3. maí 2025 16:17
„Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. 3. maí 2025 19:34
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. 3. maí 2025 15:50
Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. 3. maí 2025 15:53
FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. 3. maí 2025 16:40