Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 14:12 Áhorfendur á alþjóðlegu tennismóti í Madrid vafra um í myrkri. Leik var frestað vegna rafmangsleysisins. AP/Manu Fernández Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. Rafmagn byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi að staðartíma í dag. Truflanirnar hafa náð út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir en á meðal þess sem er rannsakað er hvort að tölvuárás hafi valdið því. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri víða, umferðarteppur hafa myndast vegna dauðra umferðarljósa og þá hefur ekki verið hægt að hringja úr farsímum vegna rafmagnsleysisins. Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á varaaflstöðvar til þess að halda áfram starfsemi og víða hefur þurft að bjarga fólki úr lyftum og neðanjarðarlestum sem stöðvuðust þegar rafmagn sló út í dag. Eduardo Prieto, framkvæmdastjóri hjá spænska dreififyrirtækinu Red Eléctrica, segir AP-fréttastofunni að rafmagnsleysið sé fordæmalaust að umfangi. Fátítt er að rafmagni slái út svo víða á Íberíuskaga þar sem um fimmtíu milljónir manna búa. Ekki liggur fyrir hversu margir eru án rafmagns. Fyrirtækið hefur sagt að það gæti tekið sex til tíu klukkustundir að koma rafmagni á aftur alls staðar. Spenna er þó komin aftur á á sunnan- og norðanverðum Íberíuskaganum. Það hefur ekki útilokað að um tölvuárás hafi verið að ræða. Í Portúgal segir netöryggisstofnun landsins að engar vísbendingar séu um að tölvuárás sé orsök rafmagnsleysisins. Þar hefur dreififyrirtæki landsins rakið truflanirnar til biluna í evrópska dreifikerfinu. Umferðaröngþveiti í miðborg Lissabon í Portúgal. Slökknað hefur á umferðarljósum víða um Spán og Portúgal og umferðarhnútar myndast vegna þess.AP/Armando Franca Sitja á neyðarfundum Ríkisstjórnir beggja landa hafa komið saman til neyðarfundar í dag. Þjóðaröryggisráð Spánar var jafnframt kallað saman vegna rafmagnsleysisins. Landsmenn hafa verið hvattir til þess að forðast óþarfa ferðir vegna öngþveitisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa verið í sambandi við bæði spænsk og portúgölsk stjórnvöld vegna ástandsins. Samband evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja vinni að því að komast að rót vandans. Reuters-fréttastofan segir að meiriháttar rafmagnsleysi af þessu tagi sé fátítt í Evrópu. Allur Ítalíuskagi var rafmagnslaus í hálfan sólarhring eftir að tré felldi háspennulínu á milli Sviss og Ítalíu árið 2003. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Rafmagn byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi að staðartíma í dag. Truflanirnar hafa náð út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir en á meðal þess sem er rannsakað er hvort að tölvuárás hafi valdið því. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri víða, umferðarteppur hafa myndast vegna dauðra umferðarljósa og þá hefur ekki verið hægt að hringja úr farsímum vegna rafmagnsleysisins. Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á varaaflstöðvar til þess að halda áfram starfsemi og víða hefur þurft að bjarga fólki úr lyftum og neðanjarðarlestum sem stöðvuðust þegar rafmagn sló út í dag. Eduardo Prieto, framkvæmdastjóri hjá spænska dreififyrirtækinu Red Eléctrica, segir AP-fréttastofunni að rafmagnsleysið sé fordæmalaust að umfangi. Fátítt er að rafmagni slái út svo víða á Íberíuskaga þar sem um fimmtíu milljónir manna búa. Ekki liggur fyrir hversu margir eru án rafmagns. Fyrirtækið hefur sagt að það gæti tekið sex til tíu klukkustundir að koma rafmagni á aftur alls staðar. Spenna er þó komin aftur á á sunnan- og norðanverðum Íberíuskaganum. Það hefur ekki útilokað að um tölvuárás hafi verið að ræða. Í Portúgal segir netöryggisstofnun landsins að engar vísbendingar séu um að tölvuárás sé orsök rafmagnsleysisins. Þar hefur dreififyrirtæki landsins rakið truflanirnar til biluna í evrópska dreifikerfinu. Umferðaröngþveiti í miðborg Lissabon í Portúgal. Slökknað hefur á umferðarljósum víða um Spán og Portúgal og umferðarhnútar myndast vegna þess.AP/Armando Franca Sitja á neyðarfundum Ríkisstjórnir beggja landa hafa komið saman til neyðarfundar í dag. Þjóðaröryggisráð Spánar var jafnframt kallað saman vegna rafmagnsleysisins. Landsmenn hafa verið hvattir til þess að forðast óþarfa ferðir vegna öngþveitisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa verið í sambandi við bæði spænsk og portúgölsk stjórnvöld vegna ástandsins. Samband evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja vinni að því að komast að rót vandans. Reuters-fréttastofan segir að meiriháttar rafmagnsleysi af þessu tagi sé fátítt í Evrópu. Allur Ítalíuskagi var rafmagnslaus í hálfan sólarhring eftir að tré felldi háspennulínu á milli Sviss og Ítalíu árið 2003.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32