Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 19:31 Jens-Frederik Nielsen, nýr landstjóri Grænlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. „Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira
„Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira