Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 10:56 Fundir dagsins eru þeir fyrstu sem forsetarnir eiga í eigin persónu eftir fundinn umtalaða í febrúar. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var fundurinn „mjög árangursríkur“. BBC hefur eftir talsmanni Úkraínustjórnar að forsetarnir muni hittast aftur síðdegis. Trump og Selenskí voru báðir viðstaddir útför Frans Páfa ásamt eiginkonum sínum og fleiri þjóðarleiðtogum. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Trump greindi frá því í gær að Rússar og Úkraínumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, væru að nálgast samkomulag í yfirstandandi friðarviðræðum. Tilkynningin kom í kjölfar fundar Steve Witkoff sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Mosku í gær. Þar báru þeir saman tillögur Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Tillögurnar tvær voru talsvert frábrugðnar hvorri annarri. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er til að mynda gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Fundur Trump og Selenskí er sá fyrsti sem þeir eiga í eigin persónu eftir fundinn sem þeir áttu ásamt J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í lok febrúar. Á þeim fundi sökuðu Trump og Vance Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Fundurinn í febrúar vakti mikla umræðu og flestir leiðtogar Evrópuríkjanna fordæmdu hegðun Bandaríkjamannanna á honum. Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Andlát Frans páfa Páfagarður Tengdar fréttir Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45 Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var fundurinn „mjög árangursríkur“. BBC hefur eftir talsmanni Úkraínustjórnar að forsetarnir muni hittast aftur síðdegis. Trump og Selenskí voru báðir viðstaddir útför Frans Páfa ásamt eiginkonum sínum og fleiri þjóðarleiðtogum. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Trump greindi frá því í gær að Rússar og Úkraínumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, væru að nálgast samkomulag í yfirstandandi friðarviðræðum. Tilkynningin kom í kjölfar fundar Steve Witkoff sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Mosku í gær. Þar báru þeir saman tillögur Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Tillögurnar tvær voru talsvert frábrugðnar hvorri annarri. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er til að mynda gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Fundur Trump og Selenskí er sá fyrsti sem þeir eiga í eigin persónu eftir fundinn sem þeir áttu ásamt J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í lok febrúar. Á þeim fundi sökuðu Trump og Vance Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Fundurinn í febrúar vakti mikla umræðu og flestir leiðtogar Evrópuríkjanna fordæmdu hegðun Bandaríkjamannanna á honum.
Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Andlát Frans páfa Páfagarður Tengdar fréttir Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45 Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45
Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00
„Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56