Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 09:34 Drengur er sprautaður með MMR-bóluefninu sem veitir vörn gegn mislingum í Texas þar sem mannskæður faraldur hefur geisað undnafarna mánuði. Vísir/EPA Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar.
Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira