Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 06:54 Þúsundir hafa þegar lagt leið sína í kirkjuna til að kveðja páfann. Hægt verður að gera það til klukkan 20 í kvöld. Vísir/EPA Lokaundirbúningur fyrir útför Frans páfa mun fara fram í Páfagarði í dag. Almenningur hefur til klukkan 20 í dag, að staðartíma, til að kveðja páfann í Péturskirkjunni. Útförin er svo á morgun. Fjöldi erlendra ráðamanna ferðast í dag og á morgun til að vera viðstaddir útförina. Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar. Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar.
Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21
Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15
Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32