Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2025 15:54 Lögreglumenn snúa niður mótmælanda í Ankara í síðasta mánuði. Mótmælin brutust út eftir að stjórnvöld létu handtaka helsta pólitíska keppinaut Erdogan forseta. Vísir/EPA Allt að tólf ára fangelsisdómur vofir yfir sænskum blaðamanni ef hann verður sakfelldur fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta Tyrklands, og hryðjuverkabrot. Blaðamaðurinn var handtekinn í lok mars þegar hann ætlaði að fjalla um mótmæli gegn forsetanum. Ritstjóri Dagens ETC í Svíþjóð segir að Joakim Medin, blaðamaður hans sem var handtekinn í Tyrklandi, segir tyrknesk stjórnvöld reyna að halda því fram að öll umfjöllun hans um landið sé hryðjuverk sem sé fráleitt. „Ég get aðeins ítrekað að hann er blaðamaður sem hefur stundað blaðamennsku,“ sagði Andreas Gustavsson, ritstjóri Medin. Medin er ákærður fyrir að móðga Erdogan en við því liggur allt að þriggja ára fangelsisrefsing. Þá á hann yfir höfði sér níu ára fangelsisdóm fyrir að tilheyra PKK, hópi herskárra Kúrda, sem tyrknesk stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Mótmælin sem Medin hugðist fylgjast með hófust eftir að tyrknesk stjórnvöld handtóku borgarstjóra Istanbúl, helsta keppinaut Erdogan um forsetaembættið, um miðjan mars. Medin var sjálfur handtekinn við komuna til landsins. Hann hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil. Réttarhöld yfir Medin eiga að hefjast í næstu viku, að sögn evrópska blaðsins Politico. Sænsk stjórnvöld hafa þrýst á þau tyrknesku að sleppa blaðamanninum. Samskipti ríkjanna hafa verið nokkuð stormasöm en Tyrkir lögðust gegn NATO-aðild Svía vegna kúrdískra hópa sem starfa í Svíþjóð. Svíþjóð Tyrkland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Ritstjóri Dagens ETC í Svíþjóð segir að Joakim Medin, blaðamaður hans sem var handtekinn í Tyrklandi, segir tyrknesk stjórnvöld reyna að halda því fram að öll umfjöllun hans um landið sé hryðjuverk sem sé fráleitt. „Ég get aðeins ítrekað að hann er blaðamaður sem hefur stundað blaðamennsku,“ sagði Andreas Gustavsson, ritstjóri Medin. Medin er ákærður fyrir að móðga Erdogan en við því liggur allt að þriggja ára fangelsisrefsing. Þá á hann yfir höfði sér níu ára fangelsisdóm fyrir að tilheyra PKK, hópi herskárra Kúrda, sem tyrknesk stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Mótmælin sem Medin hugðist fylgjast með hófust eftir að tyrknesk stjórnvöld handtóku borgarstjóra Istanbúl, helsta keppinaut Erdogan um forsetaembættið, um miðjan mars. Medin var sjálfur handtekinn við komuna til landsins. Hann hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil. Réttarhöld yfir Medin eiga að hefjast í næstu viku, að sögn evrópska blaðsins Politico. Sænsk stjórnvöld hafa þrýst á þau tyrknesku að sleppa blaðamanninum. Samskipti ríkjanna hafa verið nokkuð stormasöm en Tyrkir lögðust gegn NATO-aðild Svía vegna kúrdískra hópa sem starfa í Svíþjóð.
Svíþjóð Tyrkland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira