Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2025 07:02 Virðist enginn vilja Sancho. Jacques Feeney/Getty Images Þrátt fyrir að það segi í samningi Chelsea og Manchester United að fyrrnefnda félagið þurfi að kaupa Jadon Sancho endi Chelsea ofar en 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni þá er enn óvíst hvort Chelsea standi við samninginn. Þegar Sancho var lánaður frá Manchester til Lundúna var gerður samningur milli félaganna að ef Chelsea myndi enda ofar en 15. sætið þá þyrfti það að punga út 25 milljónum punda, 4,2 milljörðum íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Eftir endurkomusigur Chelsea á Fulham um liðna helgi er tölfræðilega ómögulegt fyrir bláliða að enda svo neðarlega. Það er hins vegar enn alls óvíst hvort Chelsea sé tilbúið að eyða téðri upphæð í leikmann sem hefur ekki staðið undir væntingum en þó staðið sig talsvert betur en hann gerði hjá Man United. Fari svo að Chelsea brjóti samkomulag liðanna þarf það að greiða Man United fimm milljónir punda, 848 milljónir íslenskra króna. Sancho yrði þá leikmaður Rauðu djöflanna á ný, eitthvað sem hann né félagið hefur áhuga á. Chelsea hefur þegar fest kaup á Geovany Quenda sem og Estevao Willian. Munu þeir ganga til liðs við félagið í sumar. Sem stendur virðist sem þeir eigi að koma í stað Sancho og Mykhailo Mudryk en sá síðarnefndi féll á lyfjaprófi og er óvíst hvenær hann getur spilað á ný. „Ég er eingöngu að einbeita mér að síðustu níu leikjunum, það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu og allur minn fókus er þar. Við sjáum svo til hvað gerist í sumar. Staða Jadon hefur ekki breyst. Hvað varðar tölfræði þá gæti hann gert betur, engin spurning. Þetta snýst ekki eingöngu um Jadon, við höfum fleiri leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir sigurinn á Fulham um helgina. Hinn 25 ára gamli Sancho hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í 27 deildarleikjum. Þá hefur hann lagt upp fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Sambandsdeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Þegar Sancho var lánaður frá Manchester til Lundúna var gerður samningur milli félaganna að ef Chelsea myndi enda ofar en 15. sætið þá þyrfti það að punga út 25 milljónum punda, 4,2 milljörðum íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Eftir endurkomusigur Chelsea á Fulham um liðna helgi er tölfræðilega ómögulegt fyrir bláliða að enda svo neðarlega. Það er hins vegar enn alls óvíst hvort Chelsea sé tilbúið að eyða téðri upphæð í leikmann sem hefur ekki staðið undir væntingum en þó staðið sig talsvert betur en hann gerði hjá Man United. Fari svo að Chelsea brjóti samkomulag liðanna þarf það að greiða Man United fimm milljónir punda, 848 milljónir íslenskra króna. Sancho yrði þá leikmaður Rauðu djöflanna á ný, eitthvað sem hann né félagið hefur áhuga á. Chelsea hefur þegar fest kaup á Geovany Quenda sem og Estevao Willian. Munu þeir ganga til liðs við félagið í sumar. Sem stendur virðist sem þeir eigi að koma í stað Sancho og Mykhailo Mudryk en sá síðarnefndi féll á lyfjaprófi og er óvíst hvenær hann getur spilað á ný. „Ég er eingöngu að einbeita mér að síðustu níu leikjunum, það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu og allur minn fókus er þar. Við sjáum svo til hvað gerist í sumar. Staða Jadon hefur ekki breyst. Hvað varðar tölfræði þá gæti hann gert betur, engin spurning. Þetta snýst ekki eingöngu um Jadon, við höfum fleiri leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir sigurinn á Fulham um helgina. Hinn 25 ára gamli Sancho hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í 27 deildarleikjum. Þá hefur hann lagt upp fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Sambandsdeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira