Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 09:17 Ronen Bar, yfirmaður leyniþjónustunnar Shin Bet, sem Netanjahú rak í síðasta mánuði. Hæstiréttur ógilti brottreksturinn. Vísir/EPA Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52