Útför páfans á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 06:42 Líkvaka páfa hefst í kirkjunni í Santa Marta en hann verður svo fluttur í Péturskirkju á miðvikudag. Hér ámyndinni sést kardinálinn Kevin Joseph Farrell við lík Frans páfa. Hann staðfestir hér andlát hans. Myndinni var dreift af Vatíkaninu. Vísir/EPA Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025. Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025.
Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira