Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:40 Víða um landið fóru páskamessur fram utan kirkju vegna linnulausra loft- og stórskotaliðsárása. AP/Jevgeníj Maloletka Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. Ásakanir um rof á vopnahléinu hafa gengið á víxl leiðtoganna á milli og Selenskí lýsti yfirlýsingum Pútíns sem tilraun til að bæta ímynd Rússlandshers án þess að gera í raun og veru hlé á landvinningatilraunum. Yfirvöld bæði í Kænugarði og Washington hafa lagt til að vopnahléið verði framlengt um þrjátíu daga eða að minnsta kosti að hlé verði gert á loftárásum um það tímabil. Pútín og talsmenn hans hafa þó ekki gefið til kynna að það standi til en vopnahléinu lauk formlega á miðnætti á Moskvutíma. „Engar aðrar skipanir voru gefnar,“ var svar Dmítrí Peskovs talsmanns rússneskra yfirvalda aðspurðs. Guardian og Reuters greina frá því að víða í Austur-Úkraínu hefðu loftvarnarsírenurnar hafið söng sinn fáeinum mínútum eftir miðnætti. „Við brýnum fyrir íbúum að gera sér tafarlaust leið til næsta sprengjubyrgis og halda sér þar uns hættan er yfirstaðin,“ skrifuðu hermálayfirvöld í Kænugarði í færslu á samfélagsmiðlum þegar 41 mínúta var gengin í fimm í nótt á staðartíma. Sprengjur dundu á hafnarborginni Mykolaív í morgun að sögn Oleksandrs Senkevítsj borgarstjóra og Serhíj Lysak héraðsstjóri sagði á samfélagsmiðlum að Rússar hefðu gert flygildaárásir á Dnípropetrovsk-hérað. Hann sagði heimili hafa orðið fyrir tjóni og að eldur hafi kviknað á veitingastað en að engan hafi sakað. Loftvarnarsírenurnar þögðu þunnu hljóði páskadaginn sjálfan en hátt í þrjú þúsund „vopnahlésbrot“ voru skráð af úkraínskum hernaðaryfirvöldum og stórskotalið gerðu árásir víða á víglínunni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ásakanir um rof á vopnahléinu hafa gengið á víxl leiðtoganna á milli og Selenskí lýsti yfirlýsingum Pútíns sem tilraun til að bæta ímynd Rússlandshers án þess að gera í raun og veru hlé á landvinningatilraunum. Yfirvöld bæði í Kænugarði og Washington hafa lagt til að vopnahléið verði framlengt um þrjátíu daga eða að minnsta kosti að hlé verði gert á loftárásum um það tímabil. Pútín og talsmenn hans hafa þó ekki gefið til kynna að það standi til en vopnahléinu lauk formlega á miðnætti á Moskvutíma. „Engar aðrar skipanir voru gefnar,“ var svar Dmítrí Peskovs talsmanns rússneskra yfirvalda aðspurðs. Guardian og Reuters greina frá því að víða í Austur-Úkraínu hefðu loftvarnarsírenurnar hafið söng sinn fáeinum mínútum eftir miðnætti. „Við brýnum fyrir íbúum að gera sér tafarlaust leið til næsta sprengjubyrgis og halda sér þar uns hættan er yfirstaðin,“ skrifuðu hermálayfirvöld í Kænugarði í færslu á samfélagsmiðlum þegar 41 mínúta var gengin í fimm í nótt á staðartíma. Sprengjur dundu á hafnarborginni Mykolaív í morgun að sögn Oleksandrs Senkevítsj borgarstjóra og Serhíj Lysak héraðsstjóri sagði á samfélagsmiðlum að Rússar hefðu gert flygildaárásir á Dnípropetrovsk-hérað. Hann sagði heimili hafa orðið fyrir tjóni og að eldur hafi kviknað á veitingastað en að engan hafi sakað. Loftvarnarsírenurnar þögðu þunnu hljóði páskadaginn sjálfan en hátt í þrjú þúsund „vopnahlésbrot“ voru skráð af úkraínskum hernaðaryfirvöldum og stórskotalið gerðu árásir víða á víglínunni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“