Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:40 Víða um landið fóru páskamessur fram utan kirkju vegna linnulausra loft- og stórskotaliðsárása. AP/Jevgeníj Maloletka Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. Ásakanir um rof á vopnahléinu hafa gengið á víxl leiðtoganna á milli og Selenskí lýsti yfirlýsingum Pútíns sem tilraun til að bæta ímynd Rússlandshers án þess að gera í raun og veru hlé á landvinningatilraunum. Yfirvöld bæði í Kænugarði og Washington hafa lagt til að vopnahléið verði framlengt um þrjátíu daga eða að minnsta kosti að hlé verði gert á loftárásum um það tímabil. Pútín og talsmenn hans hafa þó ekki gefið til kynna að það standi til en vopnahléinu lauk formlega á miðnætti á Moskvutíma. „Engar aðrar skipanir voru gefnar,“ var svar Dmítrí Peskovs talsmanns rússneskra yfirvalda aðspurðs. Guardian og Reuters greina frá því að víða í Austur-Úkraínu hefðu loftvarnarsírenurnar hafið söng sinn fáeinum mínútum eftir miðnætti. „Við brýnum fyrir íbúum að gera sér tafarlaust leið til næsta sprengjubyrgis og halda sér þar uns hættan er yfirstaðin,“ skrifuðu hermálayfirvöld í Kænugarði í færslu á samfélagsmiðlum þegar 41 mínúta var gengin í fimm í nótt á staðartíma. Sprengjur dundu á hafnarborginni Mykolaív í morgun að sögn Oleksandrs Senkevítsj borgarstjóra og Serhíj Lysak héraðsstjóri sagði á samfélagsmiðlum að Rússar hefðu gert flygildaárásir á Dnípropetrovsk-hérað. Hann sagði heimili hafa orðið fyrir tjóni og að eldur hafi kviknað á veitingastað en að engan hafi sakað. Loftvarnarsírenurnar þögðu þunnu hljóði páskadaginn sjálfan en hátt í þrjú þúsund „vopnahlésbrot“ voru skráð af úkraínskum hernaðaryfirvöldum og stórskotalið gerðu árásir víða á víglínunni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Ásakanir um rof á vopnahléinu hafa gengið á víxl leiðtoganna á milli og Selenskí lýsti yfirlýsingum Pútíns sem tilraun til að bæta ímynd Rússlandshers án þess að gera í raun og veru hlé á landvinningatilraunum. Yfirvöld bæði í Kænugarði og Washington hafa lagt til að vopnahléið verði framlengt um þrjátíu daga eða að minnsta kosti að hlé verði gert á loftárásum um það tímabil. Pútín og talsmenn hans hafa þó ekki gefið til kynna að það standi til en vopnahléinu lauk formlega á miðnætti á Moskvutíma. „Engar aðrar skipanir voru gefnar,“ var svar Dmítrí Peskovs talsmanns rússneskra yfirvalda aðspurðs. Guardian og Reuters greina frá því að víða í Austur-Úkraínu hefðu loftvarnarsírenurnar hafið söng sinn fáeinum mínútum eftir miðnætti. „Við brýnum fyrir íbúum að gera sér tafarlaust leið til næsta sprengjubyrgis og halda sér þar uns hættan er yfirstaðin,“ skrifuðu hermálayfirvöld í Kænugarði í færslu á samfélagsmiðlum þegar 41 mínúta var gengin í fimm í nótt á staðartíma. Sprengjur dundu á hafnarborginni Mykolaív í morgun að sögn Oleksandrs Senkevítsj borgarstjóra og Serhíj Lysak héraðsstjóri sagði á samfélagsmiðlum að Rússar hefðu gert flygildaárásir á Dnípropetrovsk-hérað. Hann sagði heimili hafa orðið fyrir tjóni og að eldur hafi kviknað á veitingastað en að engan hafi sakað. Loftvarnarsírenurnar þögðu þunnu hljóði páskadaginn sjálfan en hátt í þrjú þúsund „vopnahlésbrot“ voru skráð af úkraínskum hernaðaryfirvöldum og stórskotalið gerðu árásir víða á víglínunni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira