Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. apríl 2025 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir tortryggni í garð Vladímírs Pútín mikla þrátt fyrir yfirlýsingu um „páskavopnahlé“. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Sjá meira